Crépes

crepesPönnukökur eru sætar og crépes eru saltar. Þetta er mín skilgreining. Eftir eina ferð til Parísar áttaði ég mig samt á því að crépes geta verið sætar, mjög sætar. Þegar þær eru fylltar með nutella þá eru þær náttúrulega bara nammi.

Crépes eiga helst að vera aðeins stærri en íslenskar pönnukökur og til þess þarf náttúrulega stærri pönnu. Stærðin skiptir máli svo hægt sé að koma meiri fyllingu inn í þetta létta og ljúffenga brauð. Það er frönsk klassík að fylla kökurnar með nutella og ávöxtum. En crepes eru að mínu mati bestar með djúsí fyllingu á borð við reykt skinka+ostur+vorlaukur eða karrýsteiktum grjónum. Þetta er matur sem hentar þeim sem elska frelsi og tilraunastarfsemi í eldhúsinu. Prófið bara.

Crépes

  • 1 ½ dl hveiti
  • 1 ½ dl maísmjöl
  • ½ tsk salt
  • 6 dl mjólk
  • 2 egg
  • 2-3 msk smjör

Blandið saman mjöli og salti. Bætið mjólk út í smátt og smátt og þeytið. Þeytið eggin saman við. Steikið upp ur smjöri.

Svona ósætar pönnukökur má nota á ýmsan hátt:

  • fylla með kryddgrjónum eða matarafgöngum.
  • bera fram með fuglakjöti, hoi sin sósu, gúrku- og vorlauksstrimlum (sjá peking önd)

Búa til rússneskar pönnukökutertur með því að raða upp og smyrja áleggi á milli:

  • kavíar, rauðlaukur og sýrður rjómi
  • mayones, sýrður rjómi, skinka, ostur, grænmeti
Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s