Egg- og beikon muffins

egg-muffinÞessi egg hafa vaðið um allt á Facebook hjá mér um páskana. Ég þakka Kristínu Sigurðardóttur og Elmu Atladóttur fyrir fallegar myndir af matarborðunum sínum. Þær drógu til sín athygli mína og ég var ekki sátt fyrr en Kristín póstaði uppskriftinni líka.

Ég á eftir að prófa þetta en þetta er pottþétt næsta brunch tilraun.

Egg- og beikon muffins

Uppskriftin miðar við 4 egg, þið margfaldið eftir þörfum

  • 4 egg
  • 8 beikon sneiðar
  • rifinn cheddar ostur
  • fínsaxaður rauðlaukur
  • salt og pipar
  • ólífuolía

Hitið ofninn í 180°C – með blæstri.

Raðaðu beikon utan í kantana á muffins formi, 1-2 sneiðar í hvert form. Best er að nota silicon form því þá verður ekkert vandamál að ná réttunum upp úr forminu. Settu pínu ost ofan á beikonið og saxaðan lauk. Brjóttu eitt egg ofan í hverja form og sáldraðu yfir þetta salt, pipar og örlítilli olíu. Bakaðu í 15 mínútur og berðu fram með pönnukökunum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s