Bollabrauð

bollabraudÍ kvöld fann ég stórkostlega uppskrift! Þetta er svo stórkostleg uppskrift að brauði að fimm mínútum eftir að ég fann hana var ég búin að smakka ilmandi bollabrauðið. Ég er ekki að grínast, ég var búin að bjóða Silla volgt brauð með osti og sultu. Honum leist fyrst ekkert á þetta: „Þú varst bara að hræra eitthvað í bolla!“ En þegar hann var búinn að smakka þá var hann fljótur að gleypa í sig tvær þykkar sneiðar.

Það var Marta María í Smartlandi á mbl.is sem benti á fljótlega brauðið hennar Kristu. Hún notar skringilegt mjöl vegna glúten óþols en ég á ekkert slíkt í skápunum hjá mér. Ég átti hins vegar spelt og notaði það í staðinn. 

Bollabrauð

  • 1 egg
  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/4 tsk salt (eða minna)
  • 2 kúfaðar teskeiðar speltmjöl
  • 2-3 tsk rjómi
  • 1 tsk kúmen (eða annað krydd að vild: hunang, hnetur, fræ, kanill…)

Settu allt í stóran bolla sem þolir örbylgju. Hrærðu þar til maukið er slétt. Settu inn í örbylgjuofn á hæsta hita í 2 og 1/2 mínútu. Taktu út, hristu bollabrauðið úr bollanum og skerðu í sneiðar. Berðu fram og borðaðu!

Brauðið er matarmikið og saðsamt þannig að eitt bollabrauð dugar vel fyrir 2-3.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s