Franskt eggjabrauð (French Toast)

frenchtoastÍ gær uppgötvuðu strákarnir mínir French Toast. Ísskápurinn var svo tómur að við þurftum að labba út í Sunnubúðina í Lönguhlíð og kaupa egg svo hægt væri að setja saman ásættanlegan kvöldmat. Svo var French Toast í matinn. Í gær steikti ég reyndar bara brauð fyrir mig því ég hélt að strákunum myndi ekki líka þetta. En þeir vildu endilega smakka og linntu svo ekki látum fyrr en ég samþykkti að gera „franskt eggjabrauð“ með steiktu ýsunni í kvöld. Skrýtið meðlæti með fiski en rann ljúflega niður.

Að sjálfsögðu er best að borða franska eggjabrauðið í brunch með góðum vinum.

Franskt eggjabrauð

  • 1-2 brauðsneiðar á mann (má alveg vera hart og gamalt brauð)
  • 1-2 egg á hverja brauðsneið (fer eftir því hvað sneiðin er stór og sýgur mikið í sig)
  • smjör til steikingar
  • örlítið salt
  • kanilsykur eða hlynsíróp (má sleppa)

Hrærðu saman eggin á djúpum diski. Dýfðu brauðsneiðunum í eggin þar til hver sneið er gegnsósa. Bræddu smjörið á pönnu og steiktu brauðið þar til það fær gullna skorpu á hvora hlið. Stráið örlitlu salti yfir brauðið. Mér finnst gott að hafa eldavélina á næsthæsta hita og steikja ca. 2 mínútur á hvorri hlið.

Leggið tilbúið brauðið á disk og stráið kanilsykri yfir (má sleppa eða nota síróp í staðinn.. Berið strax fram og borðið, gjarnan með beikonsneiðum og jarðarberjum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s