Kjúklingur í sinnepi

sinnepskjulliHér er uppskrift sem gekk um daginn milli kvennanna í vinnunni minni og var kölluð „Heimsins besti kjúklingur“. Eftir að ég birti hann – í leyfisleysi – hér á blogginu mínu þá fékk ég póst frá höfundinum en það er Berglind sem á matarbloggið Gulurrauðurgrænnogsalt. Ég þakka henni kærlega fyrir frábæra uppskrift og mæli með að þið kíkið á fleiri af uppskriftunum hennar, þar er margt girnilegt í boði.

Kjúklingur í sinnepi

  • 4 kjúklingabringur
  • 1/2 bolli (115ml) dijon sinnep
  • 1/4 bolli hlynsýróp
  • 1 msk rauðvínsedik
  • salt og pipar
  • rósmarín, ferskt eða þurrkað

Stillið ofninn á 220°c.

Blandið saman sinnepi, sýrópi og ediki. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og hellið blöndunni yfir hann.
Saltið og piprið. Látið inní ofninn í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Stráið yfir söxuðu rósmaríni. Gott að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s