Ostasalat

ostasalatOstasalatinu kynntist ég fyrst hjá henni Elu í mötuneyti starfsmanna Garðaskóla. Þetta er bragðmikið og gott salat sem fer vel með brauði eða kexi og er mjög góð tilbreyting við klassíkina eins og túnfisksalat.

Það eru mexíkóosturinn og vínberin sem setja mestan svip á þetta salat. Fátt er betra en ostur og vínber svo þið eigið von á góðu.

Einfaldari útgáfu af þessu salati má nálgast hjá Evu Laufeyju Kjaran.

Ostasalat

 • 1 dós sýrður rjómi
 • ½ dós majónes
 • karrý
 • 1 mexíkó ostur
 • 1 hvítlauks ostur
 • 1 gul paprika
 • 1 rauð paprika
 • 1 skinkubréf
 • vínber að vild, skorin í helminga
 • 1/3 púrrulaukur
 • ananskurl
 • nokkur ritzkex (mulið )

Best er að hræra saman sýrðum rjóma, majónesi og karrý í skál. Ostar skornir í litla bita og sömuleiðis paprika, skinka og púrrulaukur. Öllu blandað saman og hrært vel. Þetta er frekar stór uppskrift og í lagi að helminga hana ef þú ert bara að laga salat fyrir fjölskylduna.

Best er að láta salatið standa í kæli í ca. 2 klst.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s