Mangó salsa

salsaSilli á afmæli í dag og í tilefni þess hafði ég keypt lambalæri – það er auðvelt að gleðja hann Silla minn með lambakjöti. Ég hafði hugsað mér að hafa gott salat með lærinu, átti mangó sem er svo gott í Víði þessa dagana og ætlaði að henda því ofan á grænt salat og fetaost. En svo gleymdi ég að kaupa salat. Hvað var þá til ráða? Jú, að gera mangó salat án salatsins og hér kemur uppskriftin mín að því.

Ég held að þetta salat sé gott með hvaða kjöti sem er, ríkt af ávöxtum og kryddað með vorlauk og kóríander.

Mangó salsa

  • 1-2 mangó
  • 1 rauð paprika
  • 6 vorlaukar
  • góður slatti af kóríander, ég notaði helminginn af pakka sem ég keypti í búðinni
  • salt
  • ólívuolía (ég nota A Deo sem er gerð úr ólívum ræktuðum af hinni íslensku Völu í Toscana á Ítalíu)

Skerið mangó, papriku og lauk í bita, stærðin eftir smekk. Saxið kóríander gróft. Setjið allt í skál, smá klípu af salti og 1-2 tsk af olíunni, blandið öllu vel saman og berið fram.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s