Hafragrautur Brynhildar

hafragrauturÉg borða ekki hafragraut. Sem smábarn kúgaðist ég af slepjulegri áferðinni og hef aldrei geta tekið þennan klassíska morgunmat í sátt. En þegar ég bjó í Ameríku kynntist ég ýmsum tilbrigðum við hafragraut: grófari hafrar og skálin fyllt með ávöxtum og hnetum. Á búskaparárum mínum á Gates Avenue í Montclair lærði ég síðan að elda þennan bragðgóða og matarmikla graut – fullkomin byrjun á góðum degi.

Hafragrautur Brynhildar

Uppskrift fyrir einn:

  • 1 dl tröllahafrar
  • 1/2 dl vatn
  • klípa af salti
  • msk hlynsíróp (maple syrup)
  • lúka af valhnetum eða pecan hnetum
  • 1/2 banani, skorinn í bita
  • aðrir ávextir ef vill (þetta er óþarfi en það er líka gott að bæta við eða skipta út döðlum, eplum, trönuberjum…)

Allt sett í pott og soðið upp í 1-2 mínútur. Grauturinn á að vera grófur. Borinn fram með mjólkurdreitli.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s