Hakkrúlla með grænmeti

kjotrullaHakk og pasta. Hvað get ég sagt? Fínn matur en svo verð ég leið á honum eftir að hafa borðað hann í hverri viku í heilan vetur. Í fyrradag voru það Eldhússögur úr Kleifarselinu sem björguðu heimilinu frá enn einni hakk-og-pasta máltíðinni. Þar fann ég uppskrift að nautahakksrúllu með osti og brokkolí og bjó svo til tilbrigði eins og hálftómur ísskápurinn leyfði. Ég notaði ekki ost nema í hálfa rúlluna því annar sonur minn borðar ekki ost. Grænmetið sem var til voru afgangar af sveppum, spínati, vorlauk og zuccini – og þá notaði ég það í staðinn fyrir brokkolí sem var ekki til. Það var auðveldara en ég hélt að rúlla kjötinu upp, en örugglega nauðsynlegt að nota smjörpappír svo þetta gangi vel. Allir í fjölskyldunni elskuðu þennan skemmtilega hakkrétt sem ég bar fram með hrísgrjónum og sósunni sem bökuð er upp af soðinu.

kjotrulla-med-eggi

Hakkrúllan minnti mig á svipaðan rétt sem Rumyana, búlgörsk vinkona mín, eldaði stundum þegar við leigðum saman íbúð á Ameríku árunum. Þá setti hún harðsoðin egg, gulrætur og grænar baunir inn í rúlluna sem varð þá sérlega falleg þegar hún var skorin í sneiðar. Það gæti verið gaman að prófa það líka.

Hakkrúlla með grænmeti

 • 600 gr nautahakk
 • 1 msk nautakraftur
 • 1 msk kartöflumjöl
 • 1 tsk salt
 • pipar
 • 1 egg
 • 200-300 gr grænmeti sem til er í ísskápnum (brokkolí, spínat, vorlaukur, zuccini, sveppir, tómatur…)
 • ½ dl steinselja, söxuð smátt
 • 3-4 dl rifinn ostur
 • 2-3 msk sojasósa
 • 30 gr smjör, brætt

Brún sósa með soja

 • 1-2 dl rjómi eða mjólk
 • 1 msk sósujafnari
 • 2 tsk rifsberjahlaup eða sólberjahlaup

Hitið ofninn í 180°C.

Nautahakki, nautakrafti, kartöflumjöli, salt, pipar og eggi hrært saman í skál. Hakkið flatt út í ferning á smjörpappír. Grænmeti, steinselju og rifnum osti dreift yfir. Með hjálp smjörpappírsins er hakkinu rúllað upp eins og rúllutertu. Rúllan er færð yfir í eldfast mót eða ofnskúffu.  Bræddu smjöri og sojasósu blandað saman og helt yfir rúlluna. Hitað í ofni í ca. 40-50 mínútur, fer allt eftir þykkt rúllunnar.

Þegar rúllan er elduð í gegn er  2-3 dl af vatni hellt út í eldfasta mótið sem er sett aftur inn í ofninn og hann stilltur á grill. Þegar vökvinn fer að sjóða eftir nokkrar mínútur er honum hellt yfir í pott og 1-2 dl af rjóma eða mjólk hellt út í. Sósan er svo þykkt með  sósujafnara. Berjahlaupi er að lokum bætt út í sósuna og hún smökkuð til með salti og pipar.

Borið fram með til dæmis hrísgrjónum eða kartöflumús, salati og rifsberjahlaupi.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s