Hægeldaður kjúklingur í taílensku karrý

leirpotturÉg á búlgarskan leirpott með loki sem ég nota til að sjóða kássur. Það hefur reynst sérlega ljúffengt að taka taílenskar karrý uppskriftir, hella þeim ofan á lamb eða kjúkling og sjóða í pottinum í 90-120 mínútur. Í dag bjó ég til mitt eigið tilbrigði við karrý, notaði krydd sem ég hafði sankað að mér undanfarna daga og hellti þeim saman með grófum viðmiðum úr öðrum taílenskum uppskriftum. Afraksturinn varð fínasta kássa sem fjölskyldan og tengdó hámuðu í sig með hrísgrjónum og sætum kartöflum.

Hægeldaður kjúklingur í taílensku karrý

  • Heill kjúklingur, skorinn í bita
  • 3 dl kjúklingasoð (t.d. 3 dl vatn og matskeið af Oscar kjúklingakrafti)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 ferskt sítrónugras, saxað
  • 3-6 hvítlauksrif, pressuð
  • 3-4 vorlaukar, saxaðir
  • 1/2 rautt chili, saxað
  • 1 msk rautt karrý (taílenskt karrý í krukku, t.d. frá Santa Maria)
  • 2-4 msk fiskisósa (taílenskt ígildi sojasósu, sjá t.d. hjá Santa Maria)
  • búnt af ferskum kóríander, saxað

Stillið ofninn á 200°C.

red-curryBrytjið kjúklinginn og leggið bitana í leirpottinn. Hellið öllu hráefninu ofan á, lokið pottinum og setjið inn í heitan ofninn. Látið sjóða í 90-120 mínútur, takið pottinn út af og til og hrærið aðeins í sósunni.

Kássan er góð með hrísgrjónum og sætum kartöflum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s