Engiferdrykkur

ginger-limeMér finnst gott að eiga engiferdrykkinn minn í ísskápnum og drekka að minnsta kosti eitt stórt glas á dag. Þetta er meinhollur drykkur því engifer styrkir ónæmiskerfið til viðbótar því að vera bragðgott og þar með sálar bætandi. Þegar mig langar til að vera góð við vinnufélagana þá helli ég upp á drykkinn fyrir morgunkaffitímann og þar er slegist um dropana. Uppskriftin er ekki nákvæm því ég breyti hlutföllum eftir því hvort ég vil sætara eða sterkara bragð. Til dæmis hef ég meiri engifer þegar fjölskyldan þarf að verjast flensu eða öðrum pestum sem eru í gangi. Svo eru ávextirnir eðlilega mis ferskir og ég nota stundum meira lime þegar það hefur þornað upp í ísskápnum hjá mér.

Engiferdrykkur

  • 1,5 l vatn
  • 1 ferskt lime
  • 7 cm bútur af engifer (meira ef veikindi eru á heimilinu)
  • 2 msk hunang (ég nota alltaf villiblómahunang frá Himneskt því það er mjög bragðgott)

Setjið vatnið í pott og kveikið undir. Kreistið lime út í. Skerið engiferinn í bita og bætið út í vatnið. Bætið að lokum hunanginu út í og látið suðuna koma upp. Slökkvið undir pottinum og leyfið að kólna. Drekkið hvenær sem er. Ef afgangur er í pottinum set ég hann á flösku og geymi í ísskápnum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s