Raclette

racletteÉg er lítið fyrir mjög sérhæfðar eldhúsgræjur. Ég á til dæmis djúpsteikingarpott inni í skáp en hef aldrei notað hann síðan tengdamamma gaf mér hann fyrir fimm árum síðan. Ég hef samt einu sinni keypt alvöru græju og það er raclette pannan mín. Hana keypti ég eftir að Henrik Danielsen skákmeistari og góðvinur Silla bauð okkur í raclette veislu á Patreksfirði. Raclette er lítil rafmagnspanna sem sett er á matarborðið og hver matargestur steikir sína eigin máltíð. Öll fjölskyldan mín elskar þessa máltíð sem hægt er að útfæra á ótal vegu.


Í kvöld notaði ég nautahakk og bjó til pínulitla borgara sem við steiktum á pönnunni. Borgararnir voru gómsætir með grænmetisblöndunum sem hver og einn blandaði fyrir sig. Ég hafði soðið maísstöngla með sem kom 
sér vel því það tók dálítinn tíma fyrir borgarana að steikjast í gegn þótt þeir væru litlir.gu svo lengi sem pannan er til og pláss er fyrir alla í kringum hana við borðið. Mér finnst mikilvægt að hafa gott úrval af grænmeti, góðan ost, egg og rjóma, og svo kjöt eða fisk sem til er. Það er til sérstakur ostur

raclette-ostursem ætlaður er í þessa eldamennsku og heitir Raclette. Stundum er hann til í ostaborði Hagkaupa í Kringlunni en hann er dýr. Í stað þessa bragðgóða osts sem bráðnar fullkomlega má nota feitan að gott sé að bræða yfir matinn.óðalsost, gamla óla, eða bara prófa eitthvað annað sem ykkur dettur í hug

Raclette máltíð

 • kjöt eða fiskur í litlum bitum – notið það sem þið eigið eða finnst best. Kjöt og fiskur er steikt ofan á raclette grillinu þar sem hitinn er hæstur.
  • örlitlir borgarar úr hakki: 500 gr af nautahakki, 1 egg, 1 msk kartöflumjöl og 1/2 bolli hveiti. Hrærið saman hakk, egg, kartöflumjöl og helminginn af hveitinu. Mótið pínulitla borgaraog leggið þá á disk tilbúna til að færa yfir á raclette grillið. Notið hveitið til að kjötdeigið klístrist ekki alltof mikið við fingur og áhöld.
  • pylsur, t.d. litlar kokteil pylsur
  • nautakjöt: sneiðið í strimla eða litlar sneiðar, gott að marinera í soja og sesam
  • humarhalar, gott að smyrja raclette pönnuna með smjöri og krömdum hvítlauk áður en fiskurinn er settur á.
 • ostur í sneiðum
 • eggjahræra, hrærið saman 3 eggjum og 1/2 dl rjóma
 • grænmeti að vild, skorið í litla bita svo það passi vel í litlu raclette pönnurnar. Vinsælast í fjölskyldunni minni eru sveppir, vorlaukur, brokkolí, papríka og sykurbaunir.
 • salt og pipar

Allt hráefni er skorið, hrært og gert tilbúið í skálum sem rúmast vel í kringum grillið á matarborðinu. Kjöt og fiskur er steikt á stóru pönnunni. Hver matargestur raðar öðru í litlu pönnurnar og bakar undir stóru pönnunni, hægt er að leggja litlu pönnurnar ofan á þá stóru ef þarf að fá auka hita og smá snark. Osturinn er bakaður að vild, með eða án grænmetis. Gott er að nota egg og rjóma með í litlu pönnunum til að gefa grænmetinu smá raka og djúsí keim.

Ef þið viljið hafa meiri kolvetni með í máltíðinni þá getur verið gott að sjóða maískólfa eða baka kartöflur með raclette grillinu. Ég mæli sérstaklega með hasselbacks kartöflum sem geta mallað í ofninum á meðan annað hráefni er lagað í skálar.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s