Afrískur hnetukjúklingur

african-peanut-chickenÍ dag langaði mig í afrískan hnetukjúkling. Ég man ekki alveg hvenær ég fékk þennan mat fyrst. Það gæti hafa verið í skólaheimsókn í Svíþjóð þar sem nemendur elduðu ofan í gestina upp úr uppskriftabók sem kynnti mat frá öllum heimshornum. Það gæti líka hafa verið hjá Evu Laufeyju vinkonu minni eftir að hún kom heim úr sjálfboðaliðastarfi í Gambíu. Þar sem ég elska kjúkling og hnetur þá hlýtur þetta að vera uppáhaldsréttur hjá mér. Eftir örstutta google rannsókn komst ég að því að uppskriftin er greinilega rótgróin því ég fann lítil tilbrigði við hana. Ég vald mér uppskrift með kóríander í því það er í miklu uppáhaldi hjá mér í sumar.

Afrískur hnetukjúklingur

 • 1-1,5 kg kjúklingar á beini, best að nota læri, leggi og vængi
 • 3 msk olía
 • 1 laukur, saxaður
 • 7 cm engiferrót, hýðið og rífið niður
 • 6-8 hvítlauksrif, skerið gróflega
 • 1-1,5 kg sætar kartöflur, skornar í grófa bita
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 1 líter kjúklingasoð
 • 1 bolli hnetusmjör
 • 1 bolli ristaðar jarðhnetur
 • 1 msk kóríander duft
 • 1 tsk cayenne, bætið við eftir smekk
 • salt og svartur pipar
 • 1/2 bolli saxaður ferskur kóríander

Kássan er löguð í stórum potti.

Settu olíu í pottinn og hitaðu á góðan steikingarhita, ekki samt fullan hita þá brennur við í botninn. Saltaðu kjúklingabitana og steiktu þá í olíunni, gerðu þetta í nokkrum atrennum ef bitarnir passa ekki í botninn á pottinum. Taktu kjúklinginn upp úr pottinum og geymdu í skál.

Bættu lauknum út í olíuna og soðið af kjúklingum, brúnaðu í 3-4 mínútur. Bættu hvítlauk og engifer út í og leyfðu því að malla í 1-2 mínútur í viðbót. Bættu sætu kartöflunum út í og hrærðu vel saman.

Settu nú kjúklinginn aftur út í pottinn og öllu öðru hráefni nema ferskum kóríander. Leyfðu þessu að malla á lágum hita í 90 mínútur þannig að sætu kartöflurnar verði orðnar mjúkar og maukaðar og kjúklingurinn detti af beinunum. Smakkaðu og bragðbættu með cayenne, salt og pipar.

Berðu fram með hrísgrjónum og nóg af vatni að drekka.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s