Kjúklingalasagna

lasagnaHér í Eskihlíðinni eru mjög skiptar skoðanir á því hvort lasagna sé góður matur. Silli veit fátt betra en Sólon finnst lasagna dagar kvöl og pína. Ég hef ekki verið með flóknar uppskriftir í gangi við eldamennskuna: lasagnaplötur, steikt hakk, tómatsósa úr dós og ostur – þetta hefur lukkast vel ef sósan er nógu mikil til að gera réttinn svolítið djúsí. Mig hefur lengi langað að elda kjúklingalasagna en ekki treyst mér til án uppskriftar. Svo leit ég við í Eldhússögurnar í gær og auðvitað var þar einföld og frábærlega góð uppskrift sem ég mæli hér með. Ég þurfti að aðlaga mig því ísskápurinn var orðinn tómur í vikulokin og mjólkin búin. Hins vegar voru til rjómaleyfar og því breytti ég uppskriftinni að ostasósunni til að nýta það sem var til í ísskápnum.

Kjúklingalasagna með grænkáli og fetaosti

Hitið ofninn í 200°C.

Kjötsósa

 • 900 gr kjúklingabringur, skornar í litla bita
 • ólífuolía til steikingar
 • 1 laukur, saxaður smátt
 • 3-4 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • 2 dósir niðursoðnir tómatar
 • 2-3 tsk þurrkuð basilika (krydd)
 • pipar

Setjið olíu í stóran pott/pönnu. Brúnið lauk og hvítlauk. Setjið kjötbitana út í og steikið í gegn. Hellið tómatdósunum út í og kryddið með basil og pipar. Sjóðið saman í smá stund og slökkvið síðan undir pottinum.

Ostasósa

 • 3 dl rjómi
 • 4 dl rifinn ostur
 • parmesan að vild
 • maísena sósuþykkir, 2-3 msk til að þykkja
 • 1 tsk kjúklingakraftur
 • múskat
 • pipar

Allt sett í pott, hitað og hrært þar til sósan er jöfn og fín. Jafnið sósuna með maísena þar til hún er nógu þykk fyrir ykkar smekk.

Samsetning á lasagna

 • Kjötsósan
 • Ostasósan
 • 150-200 gr grænkál skorið í fínar ræmur
 • 100-200 gr fetaostur án sósu
 • lasagnaplötur
 • rifinn ostur

Smyrjið stórt eldfast form með olíu. Setjið ostasósu í botninn, lasagnaplötur, kjötsósu og dreifið grænkáli og muldum fetaosti yfir, annað lag af lasagnaplötum, ostasósu ofan á og svo endurtakið þar til öll sósa er full nýtt. Þetta verða tvö til þrjú lög eftir stærð og dýpt formsins.

Dreifið rifnum osti ofan á og bakið í 20-25 mínútur.

Berið fram með hvítlauksbrauði og góðu salati.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s