Nautaspjót Guffa

nautaspjótSólon sonur minn tók uppskriftabók til láns á bókasafninu um daginn. Fyrir valinu hjá honum varð Guffi grillar sem Edda útgáfa gaf út 2013. Í bókinni eru einfaldar uppskriftir og við nýttum færið þegar hráefnið á heimilinu passaði saman við uppskrift og prófuðum að elda nautaspjót með hnetusósu. Eldamennskan var einföld og afslöppuð og útkoman bragðgóð. Ég hef lagað uppskriftina örlítið að smekk fjölskyldunnar og því sem til var í skápunum hjá okkur.

Nautaspjót með hnetusósu

  • 500 gr nautakjöt, skorið í ræmur. Við notuðum gúllas bita sem til voru í frystinum.
  • 1 lime
  • 1 tsk karrý
  • 3 msk hnetusmjör
  • 2 msk sojasósa
  • 3 msk appelsínusafi
  • 1 msk sweet chili sósa (taílensk)
  • 1/2 msk sesamolía
  • grillpinnar, leggið trépinna í bleyti í 40 mínútur fyrir notkun

Kjötið sett í skál og limesafinn kreistur yfir. Kryddið með karrý og blandið vel. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í klukkustund.

Þeytið saman hnetusmjör, sojasósu, appelsínusafa, sweet chili sósu og sesamolíu. Setjið í ílát með loki og geymið í kæli þar til hún er borin fram.

Kveikið á grillinu/í kolunum eða stillið bakaraofninn á grillstillingu og háan hita. Leyfið að hitna vel.

Þræðið nautakjötið á grillpinna og grillið 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Berið kjötið fram með hnetusósunni. Gott er að hafa hrísgrjón eða bakaðar kartöflur með kjötinu, salat og brauð að vild.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s