Grænmetisbaka með fetaosti

vegpieEftir jólin stefni ég að sjálfsögðu að því að borða meira grænmeti og meiri fisk. Hér er uppskrift að grænmetisböku sem ég hlakka til að prófa því mér finnast bökur mjög góðar. Ég fann þetta í Fréttablaðinu milli jóla og nýárs, þeir eru alltaf með puttann á púlsinum í uppskriftunum sem þeir gefa.

Grænmetisbaka með fetaosti

Deigið
 • 1,25 dl speltmjöl
 • 25 gr smjör
 • 0,5 dl kotasæla eða súrmjólk

Hitið ofninn í 225°C.

Hrærið saman spelti, smjöri og súrmjólk. Fletjið deigið út og setjið í smurt bökuform. Forbakið í 10 mínútur.

Fyllingin
 • 80 gr spínat
 • 1 rauðlaukur
 • 8 kirsuberjatómatar
 • 1 gul paprika
 • 6 hvítlauksrif
 • 50 gr fetaostur
 • 2 egg
 • 0,5 dl mjólk
 • svartur pipar
 • múskat
 • steinselja

Skerið grænmetið niður og steikið aðeins á pönnu. Dreifið ofan í bökuna og svo fetaostinn yfir. Þeytið egg, mjólk, pipar, múskat og steinselju. Hellið blöndunni yfir grænmetið og ostinn og bakið í 20 mínútur.

Það má skipta grænmetinu út fyrir það sem til er á heimilinu og nýta til dæmis afgang af hakki eða kjúklingi með grænmetinu.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s