Innbakað nautakjöt

beefÞegar mamma varð fertug hélt hún stóra matarveislu fyrir fjölskyldu og vini. Aðalrétturinn var innbakað nautahakk með sveppum og steinselju og lauk og fleira góðgæti. Þetta var ógleymanlega góður matur. Um nýliðin jól mannaði ég mig loksins í að elda sjálf innbakað nautakjöt. Ég fór í Kjötkompaníið og fékk þar dásamlega nautalund og uppskrift að beef Wellington í kaupbæti. Snillingarnir þar hafa meira að segja sett myndband á netið til að sýna almennilega hvernig maður eldar þennan veislurétt. Sjálf lenti ég í hrakningum þessi jól og varð að flytja til mömmu vegna vatnsskaða heima hjá mér. Ég átti því ekki allt sem tilgreint var í uppskriftinni og gef hér einfaldari útgáfu, kjötið varð dásamlega gott.

Nautalund Wellington

  • 1,5 kg nautalundir
  • 1 pakki smjördeig (úr frystiborði)
  • olía til steikingar
  • 1000 gr sveppir (já, heilt kíló)
  • 3 dl saxaður skalottulaukur
  • 1-4 hvítlauksgeirar (eftir smekk)
  • 250 ml portvín (ég notaði rifsberjahlaup í staðinn)
  • salt og pipar
  • 1/2 dl ljóst brauðrasp
  • 2 egg til penslunar

Hitið ofninn í 180°C.

Steikið sveppina, lauk og hvítlauk í nokkrar mínútur þannig að þetta verði mjúkt mauk. Bætið portvíni/sultu og raspi saman við, kryddið með salt og pipar og kælið. Fletjið smördeigið út þannig að þú getir pakkað kjötinu inn í það. Smyrjið helmingnum af sveppamaukinu á helminginn af deiginu, setjið kjötið ofan á og svo afganginn af sveppunum ofan á það. Breiðið hinn helming deigsins yfir kjötið og lokið deiginu saman með gaffli. Ef deigið nær langt út fyrir kjötið skerið það burt með hníf og notið afskorninginn til að skreyta deigið. Skerið rákir ofan í deigið og penslið vel með eggjunum, sérstaklega öll samskeyti í deiginu. Bakið í ofninum í 20-30 mínútur, lengur ef lundin er stór eða þú vilt hafa kjötið vel steikt. Kjöthitamælir á að sýna 56°C í kjarna. Takið kjötið úr ofninum og látið standa í a.m.k. 10 mínútur áður en skorið er.

Berið fram með steiktum eða bökuðum kartöflum, t.d. Hasselbacks, sveppasósu, ferskum aspas og góðu rauðvíni.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s