Japanskur kjúklingur með hnetusósu

kasuurÞegar sjónvarpsþáttaröðin „Biggest looser“ hóf göngu sína hér á Íslandi var uppskriftabæklingur sendur inn á öll heimili landsins til að auglýsa þáttinn. Í bæklingnum voru nokkrar mjög girnilegar uppskriftir í boði Holta kjúklings og ég hef verið að prófa þær eins og ég hef átt hráefni til. Sú sem hér er skrifuð er mjög vel heppnuð, kjúklingurinn kryddaður með bragðgóðri hnetusósu og borinn fram með miklu grænmeti. Köldu hnetusósuna má hræra saman við núðlurnar eða bera fram í skál og leyfa hverjum og einum að stjórna sósumagninu.

Japanskur kjúklingur með hnetusósu

 • 20 kjúklingalundir
 • 1 dl kasjúhnetur
 • 1-2 rauður chilipipar
 • 1/2 dl tamari sósa (soja)
 • 1-3 cm bútur af engifer, rifinn
 • 200 gr núðlur
 • 200 gr klettasalat (eða blandað salat að vild)
 • 1 rauð paprika
 • 1 mangó
 • 3 tómatar

Saxið chili og hnetur og maukið í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Blandið tamari sósu og engifer  saman við og blandið þar til þetta er þykk sósa. Veltið kjúklingalundunum upp úr þessari sósu og steikið í 10-15 mínútur. Sjóðið núðlur skv. leiðbeiningum á pakka. Skerið grænmeti og mangó niður og blandið í skál. Berið fram salat, kjúkling, núðlur og hnetusósu og leyfið matargestum að blanda að vild á diskana sína.

Hnetusósa

 • 1-2 rauður chili pipar
 • 1/2 dl tamari sósa (soja)
 • 2 msk eplaedik (eða hvítvíns- eða rauðvínsedik)
 • 2 1/2 dl kaldpressuð ólívuolía
 • 1 dl kasjúhnetur
 • 1-2 hvítlauksgeirar
 • smá sykur eða síróp

Blandið öllu mjög vel saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Setjið í skál og berið fram.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s