Helgu brauðrúlla

vorlaukurHelga systir er að ferma miðbarnið sitt um helgina. Ég sit í eldhúsinu hennar og kjafta og fylgist með Helgu og Lillu tengdamömmu hennar undirbúa veisluna. Þær eru að setja saman brauðrúllur og hér er uppskriftin þeirra.

Brauðrúlla

 • 1 brauðrúlla
 • 1 pakki skinka, skorin smátt
 • 1 paprika, skorin smátt (veldu lit að eigin smekk)
 • 1 búnt vorlaukur, saxaður
 • smjörklípa
 • 1 mexíkóostur, skorinn í bita
 • 1 dós skinkusmurostur
 • 1/2 til 1 bolli rjómi
 • salt og svartur pipar
 • 1 eggjahvíta, þeytt
 • rifinn ostur og paprikukrydd til skrauts

Steikið lauk og papriku í smjörinu. Bætið skinkunni útí og hitið smá. Bætið ostunum og rjóma út í og hrærið þar til þetta er þykkur grautur. Þynnið með rjóma og kryddið að vild með salt og pipar. Opnaðu brauðrúlluna á smjörpappírsplötu. Smyrjið ostadeiginu vel yfir brauðið og rúllið upp. Komið fyrir á ofnplötu.

Hitið ofninn í 180°C.

Þeytið eggjahvítuna og smyrjið henni yfir upprúllað brauðið. Stráið ostinum og paprikukryddi yfir rúlluna, stingið brauðinu í ofninn og hitið þar til osturinn er gullinn (um 20 mínútur). Látið kólna aðeins áður en brauðið er borið fram.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s