Melónusalat

MelónusalatVið keyptum loksins grill. Nú er eldavélin komin í pásu og við grillum allt sem okkur dettur í hug. Í gærkvöldi var það bleikja sem fiskmeistarinn í Hafbergi hafði marinerað fyrir okkur og með henni bakaði ég kartöflur og skar niður melónu sem til var í ísskápnum. Mér datt í huga að föndra við ávöxtinn og gúgglaði því melónusalat. Út frá hugmyndum sem þar birtust og því sem til var í búrinu hjá mér bjó ég til þetta frísklega salat sem ég á eflaust eftir að nota oftar.

Melónusalat með myntu og furuhnetum

  • 1/2 vatnsmelóna
  • búnt af myntu (4-6 stönglar)
  • 1/3 lime
  • furuhnetur
  • salt

Ristaðu furuhneturnar með því að hita vel pönnu með smá olíu og hrista hneturnar til á pönnunni þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Saltaðu dálítið.

Skerðu melónuna í munnbita og settu í skál. Klipptu myntuna niður og dreifðu yfir melónuna, kreistu limesafann yfir. Blandaðu þessu varlega saman og dreifðu síðan furuhnetunum yfir.

Gott getur verið að krydda þetta salat enn meira með fetaosti og/eða rauðum lauk.

Berið fram sem frískandi sumarsnakk eða með grillmáltíð.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s