Skyrterta með súkkulaði og berjum

SkyrtertaÍ dag átti ég margar dósir af vanilluskyri sem voru komnar á síðasta söludag. Drengirnir hafa ekki lyst á svona skyri og eiginmaðurinn borðar ekki skyrtertur – hvað er þá til ráða? Eftir smá rannsókn á skyrtertum á netinu ákvað ég að búa til mína eigin uppskrift og hafa hana þannig að strákarnir hlytu að horfa framhjá þeirri staðreynd að þetta væri skyrterta. Á mínu heimili getur það gerst ef maður setur nóg af súkkulaði og berjum út í það sem á að borða. Grunninn fékk ég hjá Evu Laufeyju Kjaran en ég tók út allt sem mig grunaði að gæta fælt strákana frá. Afraksturinn var sannkölluð veisluterta og við nutum hennar í tilefni sjómannadagsins.

Skyrterta með súkkulaði og berjum

Þetta er stór uppskrift, dugar fyrir 10-12 manns.

Botninn:
  • 1 pakki af hafrakexi með súkkulaði, t.d. Homeblest
  • 2 bollar af af grófu morgunkorni, t.d. Kellogs K heilhveitiflögum eða múslí
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 200 gr smjör

Myljið kexið og morgunkornið í smátt. Bræðið smjörið. Saxið súkkulaðið, hellið því út í smjörið og hrærið saman þar til bráðnað. Hrærið saman kex og smjörblönduna þar til kexið er gegnblautt og brúnt af súkkulaðinu. Hellið í stórt form, t.d. 25X35 cm form sem maður notar fyrir ofnbakaða rétti. Þjappið kexblöndunni ofan í botninn, hún má gjarnan ná aðeins upp á kantana.

Fyllingin:
  • 1/2 líter rjómi
  • 2 msk flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 800 grömm af KEA vanilluskyri
  • 200 gr mjólkursúkkulaði að vild (gott að hafa súkkulaði með einhverju stökku í, t.d. oreo kexi eða karamellubitum)
  • 200 gr ber að vild (t.d. gott að skera niður fersk jarðarber, bláber má nota í heilu lagi)

Léttþeytið rjómann. Bætið flórsykri, vanillusykri og skyri út í og hrærið vel saman. Saxið súkkulaði og hellið út í skyrblönduna ásamt berjunum. Hrærið varlega saman. Hellið blöndunni ofan á kexbotninn og dreifið vel úr henni í forminu. Skreytið að vild, t.d. með meiri berjum. Kælið í 3 tíma eða lengur.

Berið fram við hátíðlegt tækifæri með vel brugguðu kaffi.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s