Ýsa með graslauk

ÝsaÞað er gott að vera í sumarfríi. Þá skvetti ég hvítvín í pastasósuna og föndra við fiskinn. Og hér kemur því frumsaminn fiskréttur dagsins. Það er sumar og ég ætti að eiga stóran brúsk af graslauk á svölunum – en mér hefur ekki tekist að rækta upp þá ágætu jurt. Svo ég kaup graslauk. Það vildi svo til að ég átti heilt búnt í ísskápnum og dós af smurosti. Úr þessu varð ýsa í graslauk með dálítið villtu meðlæti. Bananinn gefur sætt bragð á móti saltinu í fiskinum og ostinum, snakkið gefur stökka áferð sem gerir alltaf gæfumuninn í máltíð. Gjörið svo vel.

Ýsa með graslauk

  • 1 kg ýsa, roðflett og beinlaus
  • olía
  • salt og pipar
  • graslaukur, gott búnt
  • 100 gr sveppir
  • 1 dl rjómi
  • 1/2 dl mjólk
  • 1 dós smurostur með skinku og beikon

Hitið ofninn í 200°C.

Smyrjið eldfast mót með olíu. Skerið ýsuna í bita og raðið í formið, kryddið með salt og pipar. Skerið sveppi í sneiðar og saxið graslauk yfir – nóg af graslauk.

Hitið pott og setjið út í hann rjómann, mjólkina og ostinn. Hrærið í undir miðlungs hita þar til sósan er jöfn og fín. Hellið henni yfir fiskinn í forminu.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum, doritos flögum og bananabitum. Svo getur fólk raðað saman á diskana að vild. Ef þið eruð í sumarfríi skulið þið endilega fá ykkur vel kælt hvítvín með.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s