Hvítlauksbrauð

garlicbreadStundum er eins og enginn á heimilinu borði brauð, það safnast upp í brauðkassanum og verður of gamalt til að nokkur maður hafi lyst á því. Hvað er þá til ráða? Jú, að gera hvítlauksbrauð sem allir elska. Það er frábært að nýta gamalt brauð til að lífga upp á hversdagslegar máltíðir eins og pasta eða súpu. Og ef maður grillar það fær brauðið ómótstæðilega skorpu. 

Hvítlauksbrauð

  • 6-8 brauðsneiðar, hvaða brauð sem er
  • 3-4 msk smjör
  • 4 hvítlauksrif
  • 2-4 greinar steinselja
  • maldon salt
  • ost, ef vill

Hitið ofninn í 250°C, grill.

Leggið brauðsneiðarnar í ofnskúffu.

Setjið í skál: smjörið, pressaðan hvítlauk, saxaða steinselju. Hitið í 30-45 sekúndur í örbylgjuöfni. Takið úr ofninum og hrærið vel saman.

Notið matskeið til að dreifa smjörinu og kryddi jafnt yfir allar brauðsneiðarnar. Saltið yfir. Setjið rifinn ost ef þið viljið, má líka sleppa.

Setjið í ofninn og fylgist með. Þetta tekur innan við 5 mínútur við grillhitann og þarf að passa að brauðið brenni ekki undir grillinu.

 

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s