Kjúklingapasta með gremolatta

gremolattaHvað er gremolatta? Ég vissi það ekki heldur þegar ég ákvað að prófa uppskrift eftir Nönnu Rögnvaldardóttur sem ég fann í gömlum bæklingi frá Holta kjúklingi. En nú veit ég að gremolatta er kryddblanda og gefur bæði pasta og kjúkling alveg nýjan keim. Ferskri steinselju, hvítlauk og rifnu hýði af sítrónu er blandað samana og dreift yfir matinn áður en hann er borinn fram. Þetta er bæði fallegt og ljúffeng viðbót við venjulega tómat-pastasósu.

Kjúklingapasta með gremolatta

Réttur fyrir fjóra.

 • 1 heill kjúklingur (eða fjórar bringur ef þið viljið ekki hafa húð og bein með í eldamennskunni)
 • pipar og salt
 • 3 msk olía
 • 125 gr beikon
 • 1 laukur (stór)
 • 2 sellerí stönglar
 • 2 msk hveiti
 • 2 tsk ítölsk kryddjurtablanda (ég átti ekkert svona og notaði í staðinn blöndu af herbamare, basil, hvítlauk og óreganó)
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 1/2 líter vatn
 • 2 tsk kjúklingakraftur
 • 400 gr pasta
Gremolatta:
 • 1/2 knippi steinselja
 • fínrifinn börkur af 1 sítrónu
 • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir eða saxaðir mjög smátt

Hitaðu ofninn í 200°C.

Það er gott að byrja á gremolatta og geyma það svo í fallegri skál þar til pastasósan er tilbúin: saxið steinseljuna (ég klippi hana alltaf ofan í bolla), pressið laukinn, rífið sítrónuhýðið og blandið þessu öllu vel saman.

Skerðu kjúklinginn í bita (hryggur, bringur, læri/leggir, vængir), raðið í eldfast mót, saltið og piprið og bakið í 30 mínútur.

Takið stóran pott til að laga sósuna. Skerið beikon, lauk og sellerí í bita og steikið í olíu. Blandið saman hveiti og kryddblöndunni og dreifið yfir grænmetið. Bætið strax tómötum, vatni og kjúklingakrafti út í og hrærið vel saman. Takið kjúklinginn úr ofninum og færið hann yfir í pottinn, látið allan safa í forminum fylgja með. Blandið öllu vel saman, hitið að suðu og lækkið síðan undir pottinum. Látið malla í lokuðum potti í 30-45 mínútur. Ef ykkur finnst sósan of þunn getið þið tekið lokið af pottinum og hækkað hitann undir síðustu 10 mínúturnar.

Sjóðið pasta. Takið kjúklinginn upp úr sósunni. Síið vatnið af pastanu. Setjið pasta í stóra skál, hellið sósunni yfir og dreifið hnefafylli af gremolatta yfir skálina. Leggið pasta og kjúkling á borðið, afganginn af gremolatta í minni skál og ef til vill rifinn ost eða parmesan í annarri skál. Frábært að borða þetta með hvítlauksbrauði og sætu hvítvíni.

Bon appetit!

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s