Chili con carne

Chili con carneÍ kvöld prófaði ég uppskrift úr Fréttablaðinu sem hefur beðið í kassanum hjá mér af því að ég átti aldrei allt hráefnið í hana. Í miðri eldamennsku þurfti ég meira að segja að skreppa í vínbúðina því allur bjór var búinn í húsinu hjá mér! En þessi kássa er dásamlega matarmikil og bragðgóð. Öðrum syni mínum líkuðu ekki baunirnar í kássunni en hinn hámaði þetta í sig. Ég fann mjög skemmtilegar taco skeljar í Kosti og bar þær fram með kássunni og það var skemmtilegt að borða réttinn með þeim. Upphaflega uppskriftin var með kjúklingi en ég notaði uppskriftina óbreytta nema ég sleppti kryddinu sem ég fann ekki og skipti kjúklingakrafti út fyrir nautakraft.

Chili con Carne

fyrir 4-6 (fer eftir hversu mikið meðlæti er borið fram með kássunni)

 • 600-700 gr nautahakk
 • 2-3 msk olía
 • 2-3 msk lime safi (kreist úr 1/2 lime)
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk reykt paprikukrydd
 • 2 tsk cumin
 • 2 tsk púðursykur
 • smá ceyenne pipar eða chili til að gefa neista
 • salt og pipar
 • 3 stór hvítlauksrif
 • 1 gulur laukur
 • 1 rauður laukur
 • 1 rauð paprika
 • 1 gul paprika
 • 1 græn paprika
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 150 ml dökkur bjór
 • 1 msk bbq sósa
 • 1 msk nautakraftur
 • 1 dós svartar baunir
 • 1/2 bolli frosnar maísbaunir (eða niðursoðnar)
 • maisenamjöl (ef þarf til að þykkja kássuna í lokin)
Avókadó rjómi
 • 1/2 dós sýrður rjómi
 • 2 stk þroskuð avókadó
 • lime safi (u.þ.b. 1/2 lime)
 • nokkrir dropar tabasco sósa
 • klípa af cumin
 • salt og pipar

Allt sett í matvinnsluvél (eða skál og nota svo töfrasprota) og hrært vel saman þar til áferðin er slétt og fín.

Blandið í skál olíu, lime safa og kryddi. Setjið kjötið út í og blandið vel saman. Látið standa í smá stund (15 mínútur er gott, lengur er betra). Steikið kjötið í steikarpotti og bætið smám saman út í: söxuðum lauk, hvítlauk, papriku. Leyfið að steikjast vel í gegn. Bætið út í: bjór, tómötum úr dós, kjúklingakrafti og bbq sósu. Látið malla í 20-30 mínútur. Bætið baununum út í og hrærið varlega saman. Þykkið með maisena ef þarf. Smakkið til og látið malla í 10 mínútur.

Þessa kássu er gott að bera fram með hrísgrjónum, nachos eða taco skeljum, rifnum osti, fínt skornu íssalati og avókadó rjómanum. Það er auðvitað upplagt að drekka ískaldan afgang af bjórnum með réttinum og allt í lagi að bera fleiri flöskur á borðið svo allir fái smá.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s