Kjúklingasalat með ávöxtum

Kjúklingasalat með ávöxtumSilli minn er mikill kjötmaður og finnst ekki merkilegt þegar ég ber fram salat í kvöldmat. En hann var mjög ánægður með þetta salat og kallaði það „besta kjúklingasalat sem ég hef fengið“. Það má eflaust skipta út ávöxtunum á ýmsan hátt fyrir þá sem eiga ekki allt eða vilja bara prófa sig áfram sjálfir. Uppskriftina fann ég í gömlum gömlum bæklingi frá Holta kjúklingi þar sem Nanna Rögnvaldardóttir gaf uppskriftir að ljúffengum hversdagsmat. Ég skipti apríkósum út fyrir þurrkuð trönuber og mæli svo sannarlega með því. Ég gleymdi líka eplunum en það kom ekkert að sök. Það jók á litadýrð salatsins og gaf skemmtilegt bragð á móti mildum appelsínum og vínberjum.

Kjúklingasalat með ávöxtum

Fyrir fjóra

 • 400-500 gr soðinn eða steiktur kjúklingur (gott að nota kalda afganga)
 • 2 appelsínur
 • 1 epli
 • 200 gr vínber, helst steinlaus
 • 50 gr þurrkuð trönuber (eða apríkósur)
 • 1-2 vorlaukar (eða 1/4 rauðlaukur)
 • 3 msk virgin ólífu olía
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • nokkur basiliku blöð
 • nýmalaður pipar
 • saltklípa

Raðið salati í skál. Skerðu kjúklinginn í bita. Flysjaðu appelsínur og epli og skerðu í bita. Skerðu vínberin í helminga og apríkósurnar í litla bita (óþarfi að skera trönuberin). Setjið kjötið og ávextina út á salatið og blandið varlega saman.

Búið til salatsósu með því að hræra mjög vel saman: olíu, sítrónusafa, basiliku blöðum, salt og pipar. Helltu sósunni yfir salatið og láttu standa í dálitla stund áður en það er borið fram.

Það er gott að borða þetta með hvítlauksbrauði. Ég grillaði til dæmis gamlar tortillakökur sem voru að skemmast í skápnum hjá mér með hvítlauksmjöri og osti, það var ljúffengt.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s