Morgungrautur

morgungrauturNýlega benti Facebook vinur minn á uppskrift að hafragraut sem ekki er soðinn heldur látinn liggja í ísskáp yfir nótt og er þá tilbúinn í morgunmatinn. Þar sem ég get ekki borðað mauksoðinn hafragraut en finnst mjög gott að borða grófari hafra á morgnana varð ég að prófa þetta. Synirnir voru yfir sig hrifnir og nú er öll fjölskyldan á kafi í þessari hollustu. Ég gef hér grófa uppskrift að mínu tilbrigði, prófið ykkur svo áfram með leiðbeiningum í tenglinum hér að ofan.

Morgungrautur

Fyrir fjóra

  • Rúmlega bolli af tröllahöfrum
  • 2 bollar af AB-mjólk
  • 3-4 msk chia fræ
  • 2 msk hunang
  • 3 bollar af mangó, bláberjum, banana, appelsínum, ferskum eða öðrum ávöxtum að vild  – setjið meiri ávexti ef þið viljið, svo lengi sem þeir komast fyrir í dallinum.

Notið dall eða krukku sem hægt er að loka og geyma í kælinum yfir nótt. Setjið hafra, AB-mjólk, chia fræ og hunang í dallinn og hrærið mjög vel saman (gott að láta börnin hjálpa til hér). Bætið ávöxtunum út í og blandið saman. Lokið dallinum, geymið í kælinum og borðið að morgni. Flestir grautar geta geymst í allt að 3-4 daga í kælinum.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s