Dásamleg döðludýfa

Feta-Honey-Date-Spread-09Döðlur, feta ostur og möndlur. Færðu vatn í munninn? Það fæ ég og það er líklega ástæðan fyrir því að ég elska þessa dýfu sem Fréttablaðið gaf uppskrift að fyrir kosningarnar síðasta vor. Reyndar fann ég uppskriftina svo með fínum myndum og nánari leiðbeiningum á enskri síðu líka. Ef maður á töfrasprota eða annars konar „hakkavél“ þá er mjög auðvelt að búa dýfuna til og svo má nýta hana á mjög fjölbreyttan hátt. Ég prófaði t.d. að smyrja henni á norskt flatbrauð (Vestlandslefsa), leggja grillaða pylsu ofan á og rúlla upp – þetta var guðdómlegur smáréttur því reykt pylsan skapaði svo gott mótvægi við sæta dýfuna. Prófið bara sjálf.

Dásamleg döðludýfa

  • 1 bolli fetaostur (ég kaup alltaf fetakubb, þá er ég laus við olíuna og kryddið úr henni)
  • 1/2 bolli steiktar möndlur
  • 1/2 bolli döðlur án steina
  • 2 msk ferskt blóðberg (eða 1/2 – 1 tsk timian)
  • 2 msk ólífur
  • 2 tsk rifinn sítrónubörkur
  • 1/4 bolli hunang
  • 1/4 tsk ceyenne-pipar

Setjið allt í skál og mixið með töfrasprota – eða hendið öllu í matvinnsluvél og maukið. Ef þið fylgið ensku uppskriftinni í tenglinum hér að ofan er dýfan grófari, ekki sett í hakk heldur möndlur og fleira saxað gróflega – það er örugglega skemmtilegt að prófa þá áferð líka.

Smyrjið á gott kex eða annað sem ykkur dettur í hug og njótið. Það er örugglega sérlega gott að drekka bjór eða gott rauðvín með þessari dýfu. Tala nú ekki um ef þið eigið smá ostbita til að borða með líka.

 

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s