Kartöflur og chorizo

chorizo-potatoeNú um hátíðarnar fann ég bloggið „Ljúfmeti og lekkerheit“ og hef notað það mikið til að lífga upp á matarborðið hjá okkur. Takk Svava fyrir frábærar uppskriftir og mjög skemmtilegt blogg.

Í dag fékk ég dóttur mína og tengdason í heimsókn og vildi hafa léttan brunch í boði án þess að þurfa að standa á haus í eldhúsinu. Þá fann ég þennan frábæra kartöflurétt sem við bárum fram með ostum, brauði og ávöxtum. Ég lagaði uppskriftina hennar Svövu örlítið að sjálfri mér, minnkaði laukinn t.d. af því að ég er ekki rosalega mikil lauk kona. Einfalt og gott.

Kartöflur og Chorizo

  • ólívuolía
  • 1/2 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 240 gr chorizo pylsa, skorin í þykka bita
  • 3 vorlaukar, saxaðir
  • 4-6 soðnar kartöflur, skornar í teninga
  • salt og pipar
  • fersk steinselja, söxuð
  • 4 egg

Hitið ofninn í 180°C.

Brúnið lauk og hvítlauk í olíunni. Bætið chorizo og vorlauk út í og látið malla aðeins.Hellið kartöflum í pönnuna og kryddið með salt og pipar. Hellið í ofnfast fat og brjótið eggin ofan á hræruna. Dreifið steinselju yfir og setjið í ofninn. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til eggjahvítan er vel stirðnuð.

 

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s