Grillað naanbrauð

naanFyrir langa löngu klippti ég sáraeinfalda uppskrift að grilluðu naanbrauði úr dagblaði. Ég hef oft dáðst að systrum mínum þegar þær hafa búið til þetta flotta brauð með matnum. En ég hef aldrei nennt að prófa þetta sjálf – fyrr en í dag! Gamla úrklippan reyndist frábærlega. Ég átti reyndar ekki heilhveiti og notaði því meira af hvítu hveiti, það var ljómandi gott. Ég skipti líka AB-mjólkinni út fyrir venjulega súrmjólk sem þykir bragðbetri á mínu heimili.

Grillað naanbrauð

  • 100 gr heilhveiti
  • 300 gr hveiti
  • 3 dl AB-mjólk (ég nota venjulega súrmjólk)
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • salt
  • bráðið smjör

Hveitinu, súrmjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta, ekki of stóra því þá er erfitt að snúa þeim á grillinu. Leggið á vel heitt grillið og penslið létt með smjörinu. Snúið a.m.k. einu sinni og grillið þar til deigið er gullið (með svörtum grillstrikum).

Gott er að þrýsta kryddjurtum og grófu salti í klattana áður en þeim er skellt á grillið, t.d. kóríander eða graslauk.

 

Myndin er tekin af vefnum The stay at home chef.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s