Lamb á norður afrískan máta

OLYMPUS DIGITAL CAMERAMaggý mágkona mín kom í vikunni og gaf mér norskan uppskriftabækling. Hún var sjálf á leiðinni að búa til lambapottrétt og ég fékk því á heilan að prófa eitthvað nýtt úr niðurskornu lambalæri sem ég átti í frysti. Í bæklingnum frá henni var meðal annars þessi uppskrift að lambi með ávöxtum og hunangi, eldað hægt að norður afrískum hætti.

Lamb á norður afrískan máta

 • 1 kg lambalæri, skorið í sneiðar
 • 2 matskeiðar olía
 • 2 laukar, hakkaðir
 • 2 tsk salt
 • 1/4 tsk saffran
 • 7 1/2 dl vatn
 • 1 tsk malaður kanill
 • 1/2 tsk malaður kóríander
 • 1/4 tsk malaður engifer
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 2 msk olía til steikingar
 • 250 gr sveskjur, steinlausar
 • 1 tsk hunang
 • 50 gr ristuð sesamfræ eða möndlur eða blanda af báðum

Hitaðu ofninn í 60°C

Brúnaðu kjötið í olíu og leggðu það svo í leirpott eða annan pott til að leyfa réttinum að hægmalla í ofninum. Brúnaður lauk, hvítlauk og kryddin í sömu pönnu. Bættu vatninu út í og láttu suðuna koma upp, helltu svo yfir kjötið og stingdu leirpottinum í ofninn. Leyfðu réttinum að malla þar í 3 klst. eða lengur.

Bættu sveskjum og hunangi út í, hækkaðu hitann í 130°C og leyfðu að sjóða í 30 mínútur í viðbót.

Skreyttu með sesamfræjum og/eða möndlum, berðu fram með couscous eða hrísgrjónum og góðu brauði, t.d. naan brauði.

 

Myndin er fengin af Eden Eats þar sem finna má aðra góða uppskrift að marokkóskri lambakássu.

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s