Thailensk kjúklingasúpa

thaiEla matselja í Garðaskóla er súpusnillingur og hún kynnti mig fyrir þessari frábæru súpu. Það fer einstaklega vel um kjúklinginn í hnetusmjöri, karrý og kóríander. Það var hvalreki fyrir mig þegar Marta Smarta benti á uppskrift Berglindar á síðunni Gulur, rauður, grænn og salt að einmitt þessari ljúffengu súpu. Ég mallaði þetta fyrir afmælið hans Kára síðasta haust og súpan varð strax uppáhalds í fjölskyldunnu. Ég er meira að segja búin að lofa Silla að elda þetta fyrir pókerkvöld sem hann ætlar að halda einhvern tímann, en það hefur ekki komist í verk ennþá. Ég tek uppskriftina nánast orðrétt frá Berglindi því ég hef engu við þetta að bæta. En þetta er grundvallarsúpa í uppskriftabókinni minni.

Thailensk kjúklingasúpa

 • 1 paprika, skorin í teninga
 • 1 laukur, saxaður
 • 1 msk engifer, rifið
 • 2-3 msk rautt karrýmauk
 • 2 dósir kókosmjólk
 • 500 ml kjúklingakraftur
 • 2 msk fiskisósa
 • 2 msk púðursykur
 • 2 msk hnetusmjör
 • 1-2 dl grænar baunir, frosnar (má sleppa)
 • 3 kjúklingabringur, skornar í teninga og steiktar á pönnu
 • 1 lime

Til skrauts:

 • Saxaðar salthnetur
 • Lime sneiðar
 • Kóríander
 • Hrísgrjón, elduð (má nota núðlur)

Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.

Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðursykri, hnetusmjöri og baunum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.

Kreistið safa úr einu lime út í og bætið einnig kjúklingakjötinu saman við. Smakkið hana til og fyrir þá sem vilja hafa súpuna sterka má bæta 1-2 tsk af minced hot chilli út í.

Setjið súpuna í skálar og toppið hverja skál með soðnum hrísgrjónum/núðlum, söxuðum salthnetum, limesneiðum og jafnvel kóríander eins og hver matargestur hefur smekk fyrir – lime er samt nauðsynlegt í allar skálarnar af því að það magnar upp góða bragðið.

Auglýsingar

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s