Grilluð svínarif

ribsSólon bað nýlega um grilluð rif í matinn. Uppáhaldsrifin okkar er frá Jóni Erni í Kjötkompaníinu í Hafnarfirði. En afþví að við áttum ekki leið í bæinn í vikunni, og ég fann hrá rif í Nettó, þá ákvað ég bara að reyna að elda þau sjálf frá grunni. Það tókst mjög vel með uppskrift sem ég fann á netinu og hún er hér að neðan. Reyndar brenndi ég rifin aðeins á grillinu og kenni því um hvað var dimmt á pallinum hjá mér – þann 11. desember er náttúrulega orðið koldimmt um kvöldmatarleytið. En kjötið var gott og við eigum eftir að prófa þetta aftur þegar bjartara er á pallinum.

Grilluð svínarif

  • 2 kg svínarif, hrá og óreykt
  • 2/3 bolli vatn
  • 1/3 bolli rauðvíns edik
  • 1 flaska barbecue sósa (uppskrift að slíkri sósu má líka finna á vefnum)

Hitið ofninni í 175°C.

roasterBútið rifin niður og raðið í steikarpott sem hægt er að loka. Ef þú átt ekki pott í ofninn má líka nota ofnskúffu og breiða álpappír yfir kjötið áður en það fer í ofninn.

Blandið vatni og ediki og hellið yfir kjötið í pottinum. Lokið pottinum og setjið inn í ofn. Steikið í 45 mínútur, takið pottinn út þegar helmingur tímans er liðinn og hellið safanum vel yfir kjötið.

Þegar kjötið kemur úr ofninum skaltu hita grillið á miðlungshita. Leggðu rifin á grillið og steiktu í 7 mínútur á hvorri hlið. Penslaðu vel af barbecue sósu á rifin, grillaðu í 8 mínútur í viðbót. Snúðu kjötinu við, penslaðu aftur vel af sósunni og grillaðu í 8 mínútur í viðbót.

Berðu fram með frönskum kartöflum og hrásalati. Gott er að hafa skálar með volgu vatni og sítrónusafa á borðinu svo fólk geti skolað aðeins af puttunum á meðan það rífur í sig rifin.

 

 

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s