Pizza

pizza2Föstudagskvöld. Hvað á að borða? Allir þreyttir og latir og þá er heimapizza fullkomin máltíð. Hingað til hef ég keypt tilbúið deig í IKEA eða Bónus, skipt í fjóra hluta og raðað á hvern hluta eins og hver í fjölskyldunni vill. Við erum alls ekki sammála um hvað eigi að vera á pizzu. Helga systir kenndi mér að hafa ostinn undir álegginu, máltíðin stórbatnaði við það. Í kvöld ákvað ég að vera metnaðarfull og prófa að baka blómkálsbotn. Fann uppskrift hjá Svövu í Ljúfmeti, ég hef alltaf getað treyst á hana. Ég var alls ekki nákvæm í mælingum, veit ekki hvað er meðalstór blómkálshaus, nennti ekki að mæla ostana og átti svo ferskt oregano sem ég vildi endilega bæta í. En botninn tókst fullkomlega. Það kom mér síðan á óvart að slegist var um blómkáls pizzu sneiðarnar!

Pizza með blómkálsbotni

  • 250 gr rifinn ostur, t.d. mozarella eða rifinn ost frá MS
  • 1 miðlungs blómkálshaus, rifinn
  • 2 egg
  • 70 gr parmesan ostur, rifinn
  • salt og pipar
  • oregano

Hitið ofn í 200°C.

Öllum efnunum hrært vel saman. Dreift á eina eða tvær ofnplötur, þjappað niður og flatt úr í þunna botna. Bakið í 20 mínútur. Takið úr ofninum og setjið álegg ofan á. Ég vil alltaf hafa tómatsósu af einhverju tagi, ost, og svo blöndu af kjöti, grænmeti, ávöxtum og kryddi. Við notum t.d. mjög oft banana sem gefa sætan keim á móti pepperóni. Ég set alltaf oregano og pipar yfir herlegheitin áður en ég set pizzuna inn í ofn. Bakið í 5-10 mínútur í viðbót.

pizza

Svona lítur blómkálsbotninn út eftir að hann hefur verið bakaður í 20 mínútur.

 

Myndir eru fengnar hjá:

Viltu skilja eftir skilaboð?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s