Þeytingur með höfrum og berjum

beverage-SmoothieBerryÞeytingur (smoothie) getur verið fljótleg og góð máltíð. Sumarið 2018 fór ég á matarkúr hjá Danette May og lærði þar að setja saman ýmsar gerðir af þeytingum sem ég nota bæði í millimál, morgunverð og í stað heillar máltíðar. Kúrinn var mjög góður, tók jafnt á mataræði, hugarfari og hreyfingu og ég mæli með 30-daga átakinu hennar Danette fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta heilsuna. Ég varð til dæmis mun betri í liðamótum sem mig hafði verkjað í og losnaði við aukakíló sem byrjuðu að safnast upp samhliða því að ég er jú orðin miðaldra.

En hvað um það. Þeytinginn sem ég birti hér fann ég á mbl.is. Þetta er fljótlegur og bragðgóður morgunverður og mjög holl samsetning. Lesa meira

Auglýsingar

Pavlova

Þegar ég var stelpa ætlaði ég að verða ballettdansari þegar ég yrði stór. Ég stóð á tám heilu og hálfu dagana, sannfærð um að það væri leiðin inn í Kirov ballettinn. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að ég elska Pavlovu: Dísæta, mjúka og dásamlega marengsköku. Svolítið langsótt, en ég stóðst ekki mátið að henda fram þessari tengingu af því að tertan heitir í höfuðið á ballerínunni Önnu Pavlovu.

Mér tekst alltaf betur að baka pavlovu en venjulegan marengs. Uppskriftin sem hér er gefin kemur að grunni til frá henni Dröfn í Eldhússögum. En ég er búin að minnka uppskriftina svo tertan setji ekki vísitölufjölskyldu á hliðina í sykuráti. Stóra tertan hennar Drafnar er frábær í stórar veislur – en þá þarftu líka að eiga stórt fat undir herlegheitin.

Lesa meira

Sumarsalat með melónum

Matarvefurinn á mbl.is birti nýlega uppskrift að fullkomnu salati til að bæta upp fyrir sólarleysi sumarsins 2018. Það er fljótlegt að setja þetta saman og auðvelt að sveigja til salatblöð, ber og melónutegund ef maður á ekki nákvæmlega það sem stendur í uppskriftinni. Þetta salat er gott eitt og sér með glasi af köldu prosecco. Það er líka gott með lambakjöti, ef þú vilt taka pásu frá kartöflusalatinu og hressa upp á grillsneiðarnar. Lesa meira

Rifsberjahlaup

Rifsberjahlaup er ljúffengt á ristað brauð, með osti, eða jólasteik. Það er líka gott að bæta því út í sósur með lambakjöti, sérstaklega ef sósan er á leið að verða of sölt. Hér set ég einfalda grunn uppskrift sem ég fann á netinu. Á öðrum stað sá ég uppskrift þar sem berin voru soðin niður með mintulaufi. Ég hef prófað að bæta þeim í og það er líka ljúffengt. Lesa meira

Grilluð svínarif

ribsSólon bað nýlega um grilluð rif í matinn. Uppáhaldsrifin okkar er frá Jóni Erni í Kjötkompaníinu í Hafnarfirði. En afþví að við áttum ekki leið í bæinn í vikunni, og ég fann hrá rif í Nettó, þá ákvað ég bara að reyna að elda þau sjálf frá grunni. Það tókst mjög vel með uppskrift sem ég fann á netinu og hún er hér að neðan. Reyndar brenndi ég rifin aðeins á grillinu og kenni því um hvað var dimmt á pallinum hjá mér – þann 11. desember er náttúrulega orðið koldimmt um kvöldmatarleytið. En kjötið var gott og við eigum eftir að prófa þetta aftur þegar bjartara er á pallinum.

Lesa meira