Grillað naanbrauð

naanFyrir langa löngu klippti ég sáraeinfalda uppskrift að grilluðu naanbrauði úr dagblaði. Ég hef oft dáðst að systrum mínum þegar þær hafa búið til þetta flotta brauð með matnum. En ég hef aldrei nennt að prófa þetta sjálf – fyrr en í dag! Gamla úrklippan reyndist frábærlega. Ég átti reyndar ekki heilhveiti og notaði því meira af hvítu hveiti, það var ljómandi gott. Ég skipti líka AB-mjólkinni út fyrir venjulega súrmjólk sem þykir bragðbetri á mínu heimili. Lesa meira

Auglýsingar

Morgungrautur

morgungrauturNýlega benti Facebook vinur minn á uppskrift að hafragraut sem ekki er soðinn heldur látinn liggja í ísskáp yfir nótt og er þá tilbúinn í morgunmatinn. Þar sem ég get ekki borðað mauksoðinn hafragraut en finnst mjög gott að borða grófari hafra á morgnana varð ég að prófa þetta. Synirnir voru yfir sig hrifnir og nú er öll fjölskyldan á kafi í þessari hollustu. Ég gef hér grófa uppskrift að mínu tilbrigði, prófið ykkur svo áfram með leiðbeiningum í tenglinum hér að ofan. Lesa meira

Hvítlauksbrauð

garlicbreadStundum er eins og enginn á heimilinu borði brauð, það safnast upp í brauðkassanum og verður of gamalt til að nokkur maður hafi lyst á því. Hvað er þá til ráða? Jú, að gera hvítlauksbrauð sem allir elska. Það er frábært að nýta gamalt brauð til að lífga upp á hversdagslegar máltíðir eins og pasta eða súpu. Og ef maður grillar það fær brauðið ómótstæðilega skorpu.  Lesa meira

Sumarleyfis snúðar

bullarNú er ég loksins að komast í sumarleyfis stemningu, það tók ansi langan tíma þetta árið. Í dag notuðum við strákarnir frítímann til að baka snúða. Deigið var þríhnoðað því allir urðu að fá að taka þátt. Það er gott fyrir gerdeig að hnoða það vel því þannig er líklegra að gerinn vinni vel og brauðið verði mjúkt og gott. Við notuðum uppskriftina að smábrauðum Sollu stirðu, það er uppskrift sem bregst aldrei. Svo fylltum við eina lengju með kanilsykri og marsípan og aðra með sykri, salthnetum og súkkulaðirúsínum sem fundust uppi í skáp. Það voru svo snúðar í kvöldmatinn. Lesa meira

Hafragrautur Brynhildar

hafragrauturÉg borða ekki hafragraut. Sem smábarn kúgaðist ég af slepjulegri áferðinni og hef aldrei geta tekið þennan klassíska morgunmat í sátt. En þegar ég bjó í Ameríku kynntist ég ýmsum tilbrigðum við hafragraut: grófari hafrar og skálin fyllt með ávöxtum og hnetum. Á búskaparárum mínum á Gates Avenue í Montclair lærði ég síðan að elda þennan bragðgóða og matarmikla graut – fullkomin byrjun á góðum degi. Lesa meira