Bananabrauð með kardimommum og kakónibbum

20200509_171633Stundum tek ég tímabil þar sem ég elda mjög mikið upp úr tveimur Nigellu bókum sem ég á. Aðra bókina á ég á íslensku og hún heitir „Nigella með hraði, spennandi, fljótlegt og gómsætt“ – ég staðfesti að hún stendur undir öllum þremur lýsingarorðunum. Allt í þessari bók er gómsætt en gallinn við að nota hana of mikið er að það er rjómi og áfengi í nánast öllum umsóknunum og í hversdagsleikanum verður það hreinlega of mikið. Þessi bók var gefin út af Bjarti en virðist vera uppseld.

Hina bókina keypti ég nýlega þegar ég var í fríi á Flórída og datt inn á tilboðsborð í Barnes&Nobles. Hún heitir „Simply Nigella“ og þar fer hvorki mikið fyrir rjóma né áfengi heldur eru uppskriftirnar mjög í anda heilsukúrs Danette May sem ég hef fylgst með undanfarna mánuði – einfaldur matur, ríkur af prótínum og heilsueflandi kryddum. Vissir þú til dæmis að það er til uppskrift að rækjunúðlum með kanil? Ég hef reyndar ekki þorað að prófa þann rétt. En mér leist vel á bananabrauðið og tókst í fyrsta sinn að gera fallegt, mjúkt og djúsi brauð. Ég mæli með uppskriftinni sem ég þýði hér en vara við kardimommunum. Alls ekki nota dropa! Og magnið sem Nigella gefur upp er mikið og yfirtekur annað bragð í brauðinu, svo ef þú hefur ekki smekk fyrir kardimommur þá skaltu minnka kryddið eða sleppa því.

Lesa meira

Dýfa í saumaklúbbinn

dyfaEin af uppáhalds matarbloggsíðunum mínum er Ljúfmeti og lekkerheit. Allt sem ég hef prófað þar er gott og yfirleitt passa innihaldslýsingarnar við það sem til er í skápunum hjá mér. Þar fann ég til dæmis þessa dásamlegu, og ofureinföldu uppskrift að heitri dýfu með fetaosti og tómötum. Ljúffengt, en ég þarf að passa mig að missa mig ekki í tabasco sósunni.

Þeytingur með höfrum og berjum

beverage-SmoothieBerryÞeytingur (smoothie) getur verið fljótleg og góð máltíð. Sumarið 2018 fór ég á matarkúr hjá Danette May og lærði þar að setja saman ýmsar gerðir af þeytingum sem ég nota bæði í millimál, morgunverð og í stað heillar máltíðar. Kúrinn var mjög góður, tók jafnt á mataræði, hugarfari og hreyfingu og ég mæli með 30-daga átakinu hennar Danette fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta heilsuna. Ég varð til dæmis mun betri í liðamótum sem mig hafði verkjað í og losnaði við aukakíló sem byrjuðu að safnast upp samhliða því að ég er jú orðin miðaldra.

En hvað um það. Þeytinginn sem ég birti hér fann ég á mbl.is. Þetta er fljótlegur og bragðgóður morgunverður og mjög holl samsetning. Lesa meira

Morgungrautur

morgungrauturNýlega benti Facebook vinur minn á uppskrift að hafragraut sem ekki er soðinn heldur látinn liggja í ísskáp yfir nótt og er þá tilbúinn í morgunmatinn. Þar sem ég get ekki borðað mauksoðinn hafragraut en finnst mjög gott að borða grófari hafra á morgnana varð ég að prófa þetta. Synirnir voru yfir sig hrifnir og nú er öll fjölskyldan á kafi í þessari hollustu. Ég gef hér grófa uppskrift að mínu tilbrigði, prófið ykkur svo áfram með leiðbeiningum í tenglinum hér að ofan. Lesa meira

Hafragrautur Brynhildar

hafragrauturÉg borða ekki hafragraut. Sem smábarn kúgaðist ég af slepjulegri áferðinni og hef aldrei geta tekið þennan klassíska morgunmat í sátt. En þegar ég bjó í Ameríku kynntist ég ýmsum tilbrigðum við hafragraut: grófari hafrar og skálin fyllt með ávöxtum og hnetum. Á búskaparárum mínum á Gates Avenue í Montclair lærði ég síðan að elda þennan bragðgóða og matarmikla graut – fullkomin byrjun á góðum degi. Lesa meira

Franskt eggjabrauð (French Toast)

frenchtoastÍ gær uppgötvuðu strákarnir mínir French Toast. Ísskápurinn var svo tómur að við þurftum að labba út í Sunnubúðina í Lönguhlíð og kaupa egg svo hægt væri að setja saman ásættanlegan kvöldmat. Svo var French Toast í matinn. Í gær steikti ég reyndar bara brauð fyrir mig því ég hélt að strákunum myndi ekki líka þetta. En þeir vildu endilega smakka og linntu svo ekki látum fyrr en ég samþykkti að gera „franskt eggjabrauð“ með steiktu ýsunni í kvöld. Skrýtið meðlæti með fiski en rann ljúflega niður.

Að sjálfsögðu er best að borða franska eggjabrauðið í brunch með góðum vinum. Lesa meira

Egg- og beikon muffins

egg-muffinÞessi egg hafa vaðið um allt á Facebook hjá mér um páskana. Ég þakka Kristínu Sigurðardóttur og Elmu Atladóttur fyrir fallegar myndir af matarborðunum sínum. Þær drógu til sín athygli mína og ég var ekki sátt fyrr en Kristín póstaði uppskriftinni líka.

Ég á eftir að prófa þetta en þetta er pottþétt næsta brunch tilraun. Lesa meira

Amerískar pönnukökur

AmPancakesÞegar ég býð í brunch eru pönnukökurnar ómissandi hluti máltíðarinnar. Ekki þessar íslensku heldur þykkar lummulegar amerískar pönnukökur. Ég hef prófað nokkrar uppskriftir en þessi frá Nigellu er einföldust og því hefur hún fengið að lifa lengst í Binnubúri.

Mér finnst dásamlega gott að borða volga pönnuköku með smjöri og síróp, steiktu eggi og beikon. Þetta er náttúrulega ekki hollt en maður á ekki að hugsa um það á fallegum sunnudagsmorgni með fjölskyldunni.  Lesa meira

Hash browns

hash-brownsRifnar steiktar kartöflur heita hash browns í USA. Mín fyrstu kynni af þessum dísæta og djúsí kartöflurétti voru þegar Ingibjörg föðursystir mín bauð fjölskyldunni í amerískan morgunverð. þetta var fyrir næstum því 30 árum þegar það var alls ekki í tísku að bjóða í brunch. Eftir að ég bjó sjálf í USA í þrjú ár í kringum aldamótin þá lærði ég að meta þessa skemmtilegu máltíð sem brunch er. Reyndar hef ég ekki haft fyrir því að hafa kartöflur með pönnukökunum, eggjunum, beikoninu og ávöxtunum. En ég geri þetta oft þegar það er „bara“ snarl í kvöldmat. Hér er mín útgáfa af hash browns. Lesa meira