Engiferdrykkur

ginger-limeMér finnst gott að eiga engiferdrykkinn minn í ísskápnum og drekka að minnsta kosti eitt stórt glas á dag. Þetta er meinhollur drykkur því engifer styrkir ónæmiskerfið til viðbótar því að vera bragðgott og þar með sálar bætandi. Þegar mig langar til að vera góð við vinnufélagana þá helli ég upp á drykkinn fyrir morgunkaffitímann og þar er slegist um dropana. Uppskriftin er ekki nákvæm því ég breyti hlutföllum eftir því hvort ég vil sætara eða sterkara bragð. Til dæmis hef ég meiri engifer þegar fjölskyldan þarf að verjast flensu eða öðrum pestum sem eru í gangi. Svo eru ávextirnir eðlilega mis ferskir og ég nota stundum meira lime þegar það hefur þornað upp í ísskápnum hjá mér. Lesa meira

Auglýsingar

Irish coffee

Irish-coffeeÁ vetrarkvöldi þegar ekkert er framundan og manni er kalt á tánum þá er frábært að taka smá tíma í að búa til Irish coffe. Það er að segja ef það er til viský afgangur í búrinu. Þessi uppskrift er fengin af BBC food recipes. Lesa meira

Daiquiri

daiquiriRomm hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og það tengist því hvernig Gunna vinkona kynnti fyrir mér áfenga drykki á menntaskólaárunum. Einhvern tímann þegar ég átti afgang í flösku og langaði til að prófa eitthvað nýtt úr romminu fann ég þessa góðu uppskrift í kokkteil biblíu David Biggs. Þetta er örugglega meinhollt líka, með öllum þessum sítrusávexti. Lesa meira

Mojito

MojitoÞarf að segja eitthvað um Mojito? Finnst ekki öllum þessi dásamlegi drykkur góður? Þeir sem vilja ekki áfengið sleppa því bara, drykkurinn er jafn góður. Uppskriftina hér að neðan fann ég á bacardi.com, en svo laga ég hana að mér og ég vil hafa drykkinn sætan. Lesa meira

Martini

martiniMartini er flottur drykkur. Þetta sérstaka glas, ólívan og James Bond. Mér finnst ekki allar útgáfur af honum góðar. Til dæmis fékk ég einu sinni Vodka Martini á bar í Boston og það var hræðilegt. Sem betur fer var ég þá í góðum félagsskap og vinkonum mínar gátu hlegið mikið að mistökunum. Hér er svo uppskrift að alvöru, dásamlega góðum Martini. Uppskriftin er fengin úr bók David Biggs Kokkteilar. Lesa meira