Skyrterta með súkkulaði og berjum

SkyrtertaÍ dag átti ég margar dósir af vanilluskyri sem voru komnar á síðasta söludag. Drengirnir hafa ekki lyst á svona skyri og eiginmaðurinn borðar ekki skyrtertur – hvað er þá til ráða? Eftir smá rannsókn á skyrtertum á netinu ákvað ég að búa til mína eigin uppskrift og hafa hana þannig að strákarnir hlytu að horfa framhjá þeirri staðreynd að þetta væri skyrterta. Á mínu heimili getur það gerst ef maður setur nóg af súkkulaði og berjum út í það sem á að borða. Grunninn fékk ég hjá Evu Laufeyju Kjaran en ég tók út allt sem mig grunaði að gæta fælt strákana frá. Afraksturinn var sannkölluð veisluterta og við nutum hennar í tilefni sjómannadagsins. Lesa meira

Auglýsingar

Fljótlagað súkkulaðifrauð

sukkuladifraudNigella Lawson er snillingur og ég get ekki kallað búrið mitt almennilegt Binnubúr nema í því sé súkkulaðiuppskrift frá henni. Hér eru súkkulaðifrauðið hennar. Ég lofa því ekki að þetta heppnist jafn vel og Nigella lofar en kremið er svo bragðgott að það skiptir ekki máli. Ef þetta stífnar ekki almennilega þá sekkur súkkulaðið og rjómafroða leggst ofan á. En það er samt alveg jafn dásamlega bragðgott : ) Á ekki að vera erfitt að búa til mousse? Lesa meira

Ís

isMamma á gamla uppskrift að ís sem er þessi dæmigerði heimalagaði ís, dálítið dökkur af púðursykrinum og með grófum ískristöllum sem er svo skemmtilegt að bræða á tungunni.

Hér er uppskriftin. Það má laga hana að nútímalegum óskum t.d. með því að bæta í toblerone eða lakkrískurli. Lesa meira

Áramóta ábætir

new-year-drinkFyrir nokkrum árum gaf marsipan gerðin Odense út bæklinginn Odense jólafreistingar með uppskriftum að konfekti og öðru góðgæti. Þetta sama ár var ég í konfekt gerðarstuði og prófaði nokkrar uppskriftir úr bæklingnum. Þær voru allar ljúffengar.

Hér er ein af þessum uppskriftum, glæsilegur eftirréttur sem þarf tíma til að búa til en skreytir veisluborðið og gleður gestina. Lesa meira

Vatnsdeigsbollur

vatnsdeigVatnsdeigsbollur eru dásamlegar og þær ætti að borða miklu oftar en á bolludaginn. Nema hvað mér tekst aldrei að baka þær þannig að þær lyftist. Þannig að ég er orðin vön að borða klesstar vatnsdeigsbollur. Það hentar reyndar Silla mjög vel því hann vill aldrei hafa fyllingu í þeim.

Ég mun samt halda áfram að reyna við þetta undradeig þar til mér tekst þetta almennilega. Kristín systir segir að þolinmæði sé galdurinn. Lesa meira

Karamellusósa

karamellusosaÞað er alltaf grjónagrautur með karamellusósu á aðfangadag jóla. Lengi var þetta eftirrétturinn á aðfangadagskvöld en síðustu árin höfum við fært grautinn í hádegið til að stytta biðina fyrir börnin. Þá hittumst við heima hjá mömmu eða mér, borðum grjónagrautinn og það er mandla falin í einni skálinni. Allir þykjast vera njósnarar og reyna að gíska á hver sé komin með möndluna upp í sig. Þeir sem nota mesta karamellusósu út á grautinn hjá sér hafa stundum geta falið möndluna í sósuleyfum. Það er alltaf mikil gleði þegar upp kemst um möndluna og börnin sem fá ekki gjöfina í það skiptið eru fljót að jafna sig á vonbrigðunum. Uppskriftin að sósunni kemur að sjálfsögðu frá mömmu Helgu. Lesa meira