Ýsa með graslauk

ÝsaÞað er gott að vera í sumarfríi. Þá skvetti ég hvítvín í pastasósuna og föndra við fiskinn. Og hér kemur því frumsaminn fiskréttur dagsins. Það er sumar og ég ætti að eiga stóran brúsk af graslauk á svölunum – en mér hefur ekki tekist að rækta upp þá ágætu jurt. Svo ég kaup graslauk. Það vildi svo til að ég átti heilt búnt í ísskápnum og dós af smurosti. Úr þessu varð ýsa í graslauk með dálítið villtu meðlæti. Bananinn gefur sætt bragð á móti saltinu í fiskinum og ostinum, snakkið gefur stökka áferð sem gerir alltaf gæfumuninn í máltíð. Gjörið svo vel. Lesa meira

Auglýsingar

Raclette

racletteÉg er lítið fyrir mjög sérhæfðar eldhúsgræjur. Ég á til dæmis djúpsteikingarpott inni í skáp en hef aldrei notað hann síðan tengdamamma gaf mér hann fyrir fimm árum síðan. Ég hef samt einu sinni keypt alvöru græju og það er raclette pannan mín. Hana keypti ég eftir að Henrik Danielsen skákmeistari og góðvinur Silla bauð okkur í raclette veislu á Patreksfirði. Raclette er lítil rafmagnspanna sem sett er á matarborðið og hver matargestur steikir sína eigin máltíð. Öll fjölskyldan mín elskar þessa máltíð sem hægt er að útfæra á ótal vegu.


Í kvöld notaði ég nautahakk og bjó til pínulitla borgara sem við steiktum á pönnunni. Borgararnir voru gómsætir með grænmetisblöndunum sem hver og einn blandaði fyrir sig. Ég hafði soðið maísstöngla með sem kom 
sér vel því það tók dálítinn tíma fyrir borgarana að steikjast í gegn þótt þeir væru litlir. Lesa meira

Ofnbakaður fiskur með grænmeti

fish-gratinÍ kvöld fann ég uppskrift að einföldum fiskrétti eftir Nönnu Rögnvaldardóttur inni á vefnum Gott í matinn. Venjulega vantar mig eitthvað sem á að vera í uppskriftum sem ég finn á vefnum en í þetta sinn var ofgnótt í Binnubúri og mig langaði til að bæta í. Ég held að það hafi verið til bóta því með hvítlauk og sveppum varð fisk baksturinn sérlega bragðmikill. Þetta er einfalt og gott og passar mjög vel á mánudagskvöldi. Lesa meira

Hressum upp á ýsuna

tandooriÍ gær var föstudagskvöld, ég orðin blönk og ísskápurinn orðinn hrikalega fátæklegur. Ég átti afþiðna ýsu, uppskrift úr blaði og var búin að kaupa kryddbauk sem var það eina sem vantaði í fátæklegt búrið hjá mér til að geta nokkurn veginn fylgt uppskriftinni. Undursamlegir hlutir gerðust því til varð besti fiskréttur sem hér hefur verið borinn á borð í marga mánuði: frumlegur, bragðgóður og ótrúlega viðeigandi á föstudagskvöldi fjölskyldunnar. Þórkatla ömmubarn var í heimsókn og hún var líka mjög ánægð með matinn þótt hann sé bragðmikill og framandi. Rétturinn samanstendur af tandoori fiski, sætri kartöflumús og rauðlaukssalati. Lesa meira

Kalt sumar pastasalat

surimiHvað er betra á sumrin en gott salat? Ég vil hafa salatið matarmikið og hér er uppskrift úr eldgömlum Gestgjafa að salati með pasta og fiskmeti. Mér finnst surimi betri matur en rækja vegna þess hvað það er sætt og passlega mjúkt undir tönn. Þið notið það sem ykkur líkar best. Þetta salat er upplagt að bera fram þegar þú vilt sinna gestunum frekar en að standa í eldhúsinu af því að það má laga að morgni og láta svo bíða í ísskápnum.  Lesa meira

Sænsk fiskigrýta

fiskgrytaMér finnast fiskikássur góðar og hér er góð uppskrift frá Kristjáni Rafni Heiðarssyni sem starfaði lengi í Svíþjóð. Þessi kássa er dæmigerður sænskur matur, hefur milt en samt mikið bragð. Eins og aðrar kássur verður hún betri með tímanum. Lesa meira

Túnfisksteik

tunaIngvar, maðurinn hennar Ástu Sölva í Klifinu ku vera góður kokkur. Hann sagði einhvern tímann þegar verið var að ræða hvernig best væri að steikja túnfisk að það ætti bara að ganga með steikina framhjá grillinu – allt umfram það væri ofsteiking. Vel eldaður (þ.e. lítið eldaður) túnfiskur er eitt það besta sem ég hef borðað. Mjög góðan túnfisk fékk ég til dæmis á Cheesecake Factory í Boston en þar var fiskurinn borinn fram í wasabi kryddi. Einfaldari uppskrift fann ég einhvern tímann í Fréttablaðinu og hún er birt hér. Lesa meira