Léttsteiktur aspas

aspargusÉg var orðin rúmlega þrítug þegar ég smakkaði í fyrsta sinn ferskan aspas. Þetta er alls ekki sami maturinn og niðursoðinn aspas. Léttsteiktur í hvítlaukssmjöri er hann einstaklega gott meðlæti með nautasteik eða sem forréttur með köldu hvítvínsglasi. Lesa meira

Heimalöguð lifrarkæfa

lifrarkaefaEitt árið vann ég sem kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, aðjúnkt heitir það víst. Það besta við vinnuna þetta ár var samstarfsfólkið í Bolholti og sérstaklega félagarnir í fagráði um heimspeki og hugmyndasögu. Nokkrar eftirminnilegar veislur voru haldnar þetta ár og í einni þeirra koma Halla Jónsdóttir með dásamlega lifrarkæfu sem hér er gefin uppskrift að. Mér hefur alltaf fundist lifrarkæfa góður matur og þegar þessi heppnast vel þá er kæfan orðin veislumatur. Lesa meira