Chili con carne

Chili con carneÍ kvöld prófaði ég uppskrift úr Fréttablaðinu sem hefur beðið í kassanum hjá mér af því að ég átti aldrei allt hráefnið í hana. Í miðri eldamennsku þurfti ég meira að segja að skreppa í vínbúðina því allur bjór var búinn í húsinu hjá mér! En þessi kássa er dásamlega matarmikil og bragðgóð. Öðrum syni mínum líkuðu ekki baunirnar í kássunni en hinn hámaði þetta í sig. Ég fann mjög skemmtilegar taco skeljar í Kosti og bar þær fram með kássunni og það var skemmtilegt að borða réttinn með þeim. Upphaflega uppskriftin var með kjúklingi en ég notaði uppskriftina óbreytta nema ég sleppti kryddinu sem ég fann ekki og skipti kjúklingakrafti út fyrir nautakraft. Lesa meira

Kjúklingasalat með ávöxtum

Kjúklingasalat með ávöxtumSilli minn er mikill kjötmaður og finnst ekki merkilegt þegar ég ber fram salat í kvöldmat. En hann var mjög ánægður með þetta salat og kallaði það „besta kjúklingasalat sem ég hef fengið“. Það má eflaust skipta út ávöxtunum á ýmsan hátt fyrir þá sem eiga ekki allt eða vilja bara prófa sig áfram sjálfir. Uppskriftina fann ég í gömlum gömlum bæklingi frá Holta kjúklingi þar sem Nanna Rögnvaldardóttir gaf uppskriftir að ljúffengum hversdagsmat. Ég skipti apríkósum út fyrir þurrkuð trönuber og mæli svo sannarlega með því. Ég gleymdi líka eplunum en það kom ekkert að sök. Það jók á litadýrð salatsins og gaf skemmtilegt bragð á móti mildum appelsínum og vínberjum. Lesa meira

Melónusalat

MelónusalatVið keyptum loksins grill. Nú er eldavélin komin í pásu og við grillum allt sem okkur dettur í hug. Í gærkvöldi var það bleikja sem fiskmeistarinn í Hafbergi hafði marinerað fyrir okkur og með henni bakaði ég kartöflur og skar niður melónu sem til var í ísskápnum. Mér datt í huga að föndra við ávöxtinn og gúgglaði því melónusalat. Út frá hugmyndum sem þar birtust og því sem til var í búrinu hjá mér bjó ég til þetta frísklega salat sem ég á eflaust eftir að nota oftar. Lesa meira

Maískólfar

maisÞú hefur ekki smakkað maís fyrr en þú borðar ferskan maískólf sem er léttsoðinn í sætu vatni. Eldamennskan er einföld. Kauptu ferskan maís með hýðinu utan um. Sjóddu vatn í nógu stórum potti til að kólfarnir komist heilir ofan í. Bættu hlynsírópi út í vatnið, 3-5 msk. Taktu hýðið og hárin utan af maísinum og settu þá ofan í pottinn þegar suðan er komin upp. Sjóddu kólfana í 5-8 mínútur, borðið strax með smjöri og salti.

Raclette

racletteÉg er lítið fyrir mjög sérhæfðar eldhúsgræjur. Ég á til dæmis djúpsteikingarpott inni í skáp en hef aldrei notað hann síðan tengdamamma gaf mér hann fyrir fimm árum síðan. Ég hef samt einu sinni keypt alvöru græju og það er raclette pannan mín. Hana keypti ég eftir að Henrik Danielsen skákmeistari og góðvinur Silla bauð okkur í raclette veislu á Patreksfirði. Raclette er lítil rafmagnspanna sem sett er á matarborðið og hver matargestur steikir sína eigin máltíð. Öll fjölskyldan mín elskar þessa máltíð sem hægt er að útfæra á ótal vegu.


Í kvöld notaði ég nautahakk og bjó til pínulitla borgara sem við steiktum á pönnunni. Borgararnir voru gómsætir með grænmetisblöndunum sem hver og einn blandaði fyrir sig. Ég hafði soðið maísstöngla með sem kom 
sér vel því það tók dálítinn tíma fyrir borgarana að steikjast í gegn þótt þeir væru litlir. Lesa meira