Innbakað nautakjöt

beefÞegar mamma varð fertug hélt hún stóra matarveislu fyrir fjölskyldu og vini. Aðalrétturinn var innbakað nautahakk með sveppum og steinselju og lauk og fleira góðgæti. Þetta var ógleymanlega góður matur. Um nýliðin jól mannaði ég mig loksins í að elda sjálf innbakað nautakjöt. Ég fór í Kjötkompaníið og fékk þar dásamlega nautalund og uppskrift að beef Wellington í kaupbæti. Snillingarnir þar hafa meira að segja sett myndband á netið til að sýna almennilega hvernig maður eldar þennan veislurétt. Sjálf lenti ég í hrakningum þessi jól og varð að flytja til mömmu vegna vatnsskaða heima hjá mér. Ég átti því ekki allt sem tilgreint var í uppskriftinni og gef hér einfaldari útgáfu, kjötið varð dásamlega gott. Lesa meira

Auglýsingar

Peking önd

pekingduckPeking önd. Hvað get ég sagt. Þegar hún heppnast er hún besti matur í heimi en þegar hún heppnast ekki nógu vel þá getur hún verið hreint agaleg. Þessi uppskrift frá mömmu hjálpar manni að lenda réttu megin. En þetta er matur sem þarf að sinna af alúð, það er ekki hægt að flýta sér að matreiða þennan goðsagnakennda rétt. Lesa meira

Sítrónuhjörtu

sitronuhjortuSítrónuhjörtun eru fallegustu kökur sem ég hef bakað. Þær eru líka ljúffengar og góð tilbreyting við súkkulaðibitakökurnar um jólin. Uppskriftina fann ég í dönsku jólablaði. Yfirleitt þykja mér uppskriftir í útlenskum blöðum flóknar en þessi var nógu skýr til að ég þorði að prófa – og ég sé sko ekki eftir því.

Það er óþarfi að setja glassúr á kökurnar því þær eru ljúffengar einar sér. En bleikur glassúrinn er bara svo fallegur á litlum hjartakökum. Lesa meira

Karamellusnittur

karamellusnitturKaramellusnittur eru dísætar, gamaldags smákökur. Það er einfalt að baka þær og þær eru ljúffengar með góðum kaffibolla. Mamma fór að baka þessar kökur fyrir nokkrum árum. Kannski hafði hún bakað þær þegur hún og ég vorum miklu yngri en þær höfðu þá fallið í gleymsku. Mér fannst þessar fallegu kökur heilmikil uppgötvun þegar ég smakkaði þær á fullorðinsárum og skemmtileg viðbót við smákökubakstur fyrir jólin. Lesa meira

Súkkulaðibitakökur

chocolate-chipHér er uppáhalds smáköku uppskriftin mín. Ég fann hana í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum, bakari sem ég man ekki hvað heitir gaf þessa fínu uppskrift fyrir jólin. Ég hef lagað hana að aðstæðum og set hnetur ef þær eru til, annars ekki. Súkkulaðið má vera hvítt, ljóst, dökkt, lítið eða mikið – allt eftir smekk og hvort eitthvað sé til í skápunum.

Þetta er fullkomin uppskrift: mjög einfalt að baka og æðislega bragðgóðar kökur.
Lesa meira

Súkkulaðikókos

sukkuladikokosÞegar við Silli undirbjuggum jólin saman í fyrsta sinn kenndi hann mér að baka súkkulaðikókos kökur. Síðan þá eru kökurnar algjörlega ómissandi hluti af aðventunni í fjölskyldunni því þetta eru uppáhaldskökurnar hans Silla.

Við bökum saman smákökur og borðum þær fyrir jólin. Yfirleitt eru allir baukar tómir þegar jólin sjálf koma og þá borðum við bara eitthvað annað í staðinn. Lesa meira