Einfalt Stir Fry með kjúklingi

Cabbage-and-Mushroom-Stir-FryÉg hef tekið nokkra kúra hjá Danette May og verið mjög ánægð með þá hugsun sem býr að baki heilsueflingunni hennar. Einn af kúrunum hét „10 day gut health reset“ og í honum lærði ég ýmis góð ráð til að stilla betur þarmaflóruna. Til dæmis fór ég að borða súrkál í ýmsu samhengi eftir þau kynni sem ég fékk af þeim holla hliðarrétti í kúrnum. Uppáhaldsuppskriftin mín var hins vegar sú sem ég birti hérna: kjúklinga stir fry með káli í stað núðla. Rétturinn þarf smá undirbúning og þolinmæði við eldavélina. En þetta er ljúffengt og allir á heimilinu elska þessa máltíð. Það er alltaf kostur þegar hollir réttir falla í kramið hjá strákunum.

Lesa meira

Hunangsdressing

creamy-poppy-seed-dressing-web-4-of-5-600x630Þessi salatsósa er sæt og ljúffeng. Hún passar mjög vel með einföldu kjúklingasalati t.d. salatblöðum, kjúklingi, eplum og brokkolí – og svo þessi hvíta fallega sósa með. Sósan er líka góð með blönduðum ávöxtum, t.d. í litríkan og fallegan morgunverð.

Ég þýddi þessa uppskrift úr safni Danette May sem er bandarískur heilsuþjálfari. Ég mæli með henni á allan hátt því hún hvetur fólk til að takast á við lífið af ábyrgð og jákvæðni og með því að setja eigin heilsu í fyrsta sæti.

Lesa meira

Thailensk kjúklingasúpa

thaiEla matselja í Garðaskóla er súpusnillingur og hún kynnti mig fyrir þessari frábæru súpu. Það fer einstaklega vel um kjúklinginn í hnetusmjöri, karrý og kóríander. Það var hvalreki fyrir mig þegar Marta Smarta benti á uppskrift Berglindar á síðunni Gulur, rauður, grænn og salt að einmitt þessari ljúffengu súpu. Ég mallaði þetta fyrir afmælið hans Kára síðasta haust og súpan varð strax uppáhalds í fjölskyldunnu. Ég er meira að segja búin að lofa Silla að elda þetta fyrir pókerkvöld sem hann ætlar að halda einhvern tímann, en það hefur ekki komist í verk ennþá. Ég tek uppskriftina nánast orðrétt frá Berglindi því ég hef engu við þetta að bæta. En þetta er grundvallarsúpa í uppskriftabókinni minni. Lesa meira

Chili con carne

Chili con carneÍ kvöld prófaði ég uppskrift úr Fréttablaðinu sem hefur beðið í kassanum hjá mér af því að ég átti aldrei allt hráefnið í hana. Í miðri eldamennsku þurfti ég meira að segja að skreppa í vínbúðina því allur bjór var búinn í húsinu hjá mér! En þessi kássa er dásamlega matarmikil og bragðgóð. Öðrum syni mínum líkuðu ekki baunirnar í kássunni en hinn hámaði þetta í sig. Ég fann mjög skemmtilegar taco skeljar í Kosti og bar þær fram með kássunni og það var skemmtilegt að borða réttinn með þeim. Upphaflega uppskriftin var með kjúklingi en ég notaði uppskriftina óbreytta nema ég sleppti kryddinu sem ég fann ekki og skipti kjúklingakrafti út fyrir nautakraft. Lesa meira

Kjúklingapasta með gremolatta

gremolattaHvað er gremolatta? Ég vissi það ekki heldur þegar ég ákvað að prófa uppskrift eftir Nönnu Rögnvaldardóttur sem ég fann í gömlum bæklingi frá Holta kjúklingi. En nú veit ég að gremolatta er kryddblanda og gefur bæði pasta og kjúkling alveg nýjan keim. Ferskri steinselju, hvítlauk og rifnu hýði af sítrónu er blandað samana og dreift yfir matinn áður en hann er borinn fram. Þetta er bæði fallegt og ljúffeng viðbót við venjulega tómat-pastasósu.

Lesa meira

Japanskur kjúklingur með hnetusósu

kasuurÞegar sjónvarpsþáttaröðin „Biggest looser“ hóf göngu sína hér á Íslandi var uppskriftabæklingur sendur inn á öll heimili landsins til að auglýsa þáttinn. Í bæklingnum voru nokkrar mjög girnilegar uppskriftir í boði Holta kjúklings og ég hef verið að prófa þær eins og ég hef átt hráefni til. Sú sem hér er skrifuð er mjög vel heppnuð, kjúklingurinn kryddaður með bragðgóðri hnetusósu og borinn fram með miklu grænmeti. Köldu hnetusósuna má hræra saman við núðlurnar eða bera fram í skál og leyfa hverjum og einum að stjórna sósumagninu. Lesa meira

Kjúklingalasagna

lasagnaHér í Eskihlíðinni eru mjög skiptar skoðanir á því hvort lasagna sé góður matur. Silli veit fátt betra en Sólon finnst lasagna dagar kvöl og pína. Ég hef ekki verið með flóknar uppskriftir í gangi við eldamennskuna: lasagnaplötur, steikt hakk, tómatsósa úr dós og ostur – þetta hefur lukkast vel ef sósan er nógu mikil til að gera réttinn svolítið djúsí. Mig hefur lengi langað að elda kjúklingalasagna en ekki treyst mér til án uppskriftar. Svo leit ég við í Eldhússögurnar í gær og auðvitað var þar einföld og frábærlega góð uppskrift sem ég mæli hér með. Ég þurfti að aðlaga mig því ísskápurinn var orðinn tómur í vikulokin og mjólkin búin. Hins vegar voru til rjómaleyfar og því breytti ég uppskriftinni að ostasósunni til að nýta það sem var til í ísskápnum. Lesa meira

Afrískur hnetukjúklingur

african-peanut-chickenÍ dag langaði mig í afrískan hnetukjúkling. Ég man ekki alveg hvenær ég fékk þennan mat fyrst. Það gæti hafa verið í skólaheimsókn í Svíþjóð þar sem nemendur elduðu ofan í gestina upp úr uppskriftabók sem kynnti mat frá öllum heimshornum. Það gæti líka hafa verið hjá Evu Laufeyju vinkonu minni eftir að hún kom heim úr sjálfboðaliðastarfi í Gambíu. Þar sem ég elska kjúkling og hnetur þá hlýtur þetta að vera uppáhaldsréttur hjá mér. Eftir örstutta google rannsókn komst ég að því að uppskriftin er greinilega rótgróin því ég fann lítil tilbrigði við hana. Ég vald mér uppskrift með kóríander í því það er í miklu uppáhaldi hjá mér í sumar. Lesa meira