Lamb á norður afrískan máta

OLYMPUS DIGITAL CAMERAMaggý mágkona mín kom í vikunni og gaf mér norskan uppskriftabækling. Hún var sjálf á leiðinni að búa til lambapottrétt og ég fékk því á heilan að prófa eitthvað nýtt úr niðurskornu lambalæri sem ég átti í frysti. Í bæklingnum frá henni var meðal annars þessi uppskrift að lambi með ávöxtum og hunangi, eldað hægt að norður afrískum hætti. Lesa meira

Yunnan núðlur

nudlurHér eru núðlurnar hennar Lan Cao – eða réttara sagt tilraun til að líkja eftir núðlum mágkonu minnar. Hún hefur einstakt lag á kryddum og alltaf þegar ég elda réttina hennar þá verða þeir mildari og hversdagslegri. En ég skora á ykkur að fara í austurlenska sérvöruverslun og finna ykkur soja sósur og sojabaunir og annað sem þið hafið aldrei prófað og sjá hvað gerist. Lesa meira

Hægt eldaðir taí/íslenskir lambaskankar

lambaskankiHér er uppskrift sem ég tók úr sérdeilis frábærum dálki sem birtist um hríð í Fréttablaðinu: Guðrún Jóhannesdóttir eldar handa 4 fyrir undir 1000 kr. Þessi dálkur var algjör snilld og þar birtust margar góðar uppskriftir. Nú er hann varla raunhæfur kostur en kannski væri gaman að bera hann saman við matarblogg Eyglóar Harðardóttur alþingismanns sem snemma árs 2013 setti sér það markmið að elda fyrir minna en 30.000 krónur á viku fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Í uppskriftinni hér að neðan eru lambaskankar hægeldaðir upp úr taílenskri sósu. Skankinn hefur alltaf verið uppáhaldsbitinn minn af lambinu og því er ég sérlega hrifin af þessum rétti. Það má líka oft fá skanka á tilboðsverði því það eru ekki allir sammála mér að þetta sé úrvals kjöt. Lesa meira