Chili con carne

Chili con carneÍ kvöld prófaði ég uppskrift úr Fréttablaðinu sem hefur beðið í kassanum hjá mér af því að ég átti aldrei allt hráefnið í hana. Í miðri eldamennsku þurfti ég meira að segja að skreppa í vínbúðina því allur bjór var búinn í húsinu hjá mér! En þessi kássa er dásamlega matarmikil og bragðgóð. Öðrum syni mínum líkuðu ekki baunirnar í kássunni en hinn hámaði þetta í sig. Ég fann mjög skemmtilegar taco skeljar í Kosti og bar þær fram með kássunni og það var skemmtilegt að borða réttinn með þeim. Upphaflega uppskriftin var með kjúklingi en ég notaði uppskriftina óbreytta nema ég sleppti kryddinu sem ég fann ekki og skipti kjúklingakrafti út fyrir nautakraft. Lesa meira

Auglýsingar

Innbakað nautakjöt

beefÞegar mamma varð fertug hélt hún stóra matarveislu fyrir fjölskyldu og vini. Aðalrétturinn var innbakað nautahakk með sveppum og steinselju og lauk og fleira góðgæti. Þetta var ógleymanlega góður matur. Um nýliðin jól mannaði ég mig loksins í að elda sjálf innbakað nautakjöt. Ég fór í Kjötkompaníið og fékk þar dásamlega nautalund og uppskrift að beef Wellington í kaupbæti. Snillingarnir þar hafa meira að segja sett myndband á netið til að sýna almennilega hvernig maður eldar þennan veislurétt. Sjálf lenti ég í hrakningum þessi jól og varð að flytja til mömmu vegna vatnsskaða heima hjá mér. Ég átti því ekki allt sem tilgreint var í uppskriftinni og gef hér einfaldari útgáfu, kjötið varð dásamlega gott. Lesa meira

Nautaspjót Guffa

nautaspjótSólon sonur minn tók uppskriftabók til láns á bókasafninu um daginn. Fyrir valinu hjá honum varð Guffi grillar sem Edda útgáfa gaf út 2013. Í bókinni eru einfaldar uppskriftir og við nýttum færið þegar hráefnið á heimilinu passaði saman við uppskrift og prófuðum að elda nautaspjót með hnetusósu. Eldamennskan var einföld og afslöppuð og útkoman bragðgóð. Ég hef lagað uppskriftina örlítið að smekk fjölskyldunnar og því sem til var í skápunum hjá okkur. Lesa meira

Hakkrúlla með grænmeti

kjotrullaHakk og pasta. Hvað get ég sagt? Fínn matur en svo verð ég leið á honum eftir að hafa borðað hann í hverri viku í heilan vetur. Í fyrradag voru það Eldhússögur úr Kleifarselinu sem björguðu heimilinu frá enn einni hakk-og-pasta máltíðinni. Þar fann ég uppskrift að nautahakksrúllu með osti og brokkolí og bjó svo til tilbrigði eins og hálftómur ísskápurinn leyfði. Ég notaði ekki ost nema í hálfa rúlluna því annar sonur minn borðar ekki ost. Grænmetið sem var til voru afgangar af sveppum, spínati, vorlauk og zuccini – og þá notaði ég það í staðinn fyrir brokkolí sem var ekki til. Það var auðveldara en ég hélt að rúlla kjötinu upp, en örugglega nauðsynlegt að nota smjörpappír svo þetta gangi vel. Allir í fjölskyldunni elskuðu þennan skemmtilega hakkrétt sem ég bar fram með hrísgrjónum og sósunni sem bökuð er upp af soðinu. Lesa meira

Sesamnaut Hrefnu Sætran

Sesamnaut á spjótiÉg var nýbúin að eignast nautakjöt beint frá bónda þegar meistarakokkurinn Hrefna Sætran birti uppskrift að sesamnautaspjótum í Fréttablaðinu. Þetta er gómsætur réttur! Hrefna eldar nautalundir en ég notaði gúllas í staðinn því það voru bitarnir sem ég átti til. Í fyrstu tilraun varð kjötið of salt hjá mér og þegar ég sá Hrefnu elda réttinn í sjónvarpsþætti fékk ég skýringuna: það á alls ekki að láta sojasósuna sjóða, bara hitna, því annars verður hún mjög sölt. Lesa meira

Lasagna

lasagnaÍris á vinkonu sem heitir Andrea og Andrea á mömmu sem er kölluð Begga. Hér er uppskriftin hennar Beggu að Lasagna.

Sjálf nenni ég sjaldan að búa til sósur frá grunni, kaupi bara góða rauða sósu, einhverja hvíta í krukkur og raða þessu til skiptis: steikt hakk, lasagna plötur, rauð sósa, hvít sósa, steikt hakk… Lesa meira

Yunnan núðlur

nudlurHér eru núðlurnar hennar Lan Cao – eða réttara sagt tilraun til að líkja eftir núðlum mágkonu minnar. Hún hefur einstakt lag á kryddum og alltaf þegar ég elda réttina hennar þá verða þeir mildari og hversdagslegri. En ég skora á ykkur að fara í austurlenska sérvöruverslun og finna ykkur soja sósur og sojabaunir og annað sem þið hafið aldrei prófað og sjá hvað gerist. Lesa meira