Grilluð svínarif

ribsSólon bað nýlega um grilluð rif í matinn. Uppáhaldsrifin okkar er frá Jóni Erni í Kjötkompaníinu í Hafnarfirði. En afþví að við áttum ekki leið í bæinn í vikunni, og ég fann hrá rif í Nettó, þá ákvað ég bara að reyna að elda þau sjálf frá grunni. Það tókst mjög vel með uppskrift sem ég fann á netinu og hún er hér að neðan. Reyndar brenndi ég rifin aðeins á grillinu og kenni því um hvað var dimmt á pallinum hjá mér – þann 11. desember er náttúrulega orðið koldimmt um kvöldmatarleytið. En kjötið var gott og við eigum eftir að prófa þetta aftur þegar bjartara er á pallinum.

Lesa meira

Auglýsingar

Binnubúrið fullt?

svinakjot-sveppir-beikonJæja. Nú er ég búin að taka allar gömlu uppskriftirnar úr gamla Binnubúrinu mínu og koma þeim hingað inn á netið. Framundan hlýtur því að vera tímabil nýjunga og tilrauna því nú finnst mér nauðsynlegt að ég standi mig í því að bæta nýjum og góðum réttum inn í búrið mitt.

Af þessu tilefni fór ég á uppáhaldsmatarbloggið mitt og leitaði að uppskrift sem gæti hentað svínahnakkasneiðunum sem Silli keypti í helgarmatinn. Eldhússögur úr Kleifarselinu brugðust mér ekki og í kvöld prófum við svínakjöt með beikon og sveppum. Ég hef engar áhyggjur af því að skipta lundunum út fyrir hnakkasneiðar því þær eru líka svo mjúkar og góðar.

Bayonne skinka

bayonneÉg elda ekki oft þessa góðu skinku en það gerir mamma hins vegar. Mér finnst skinka mjög góður matur. Það má skreyta hana með nánast hvaða meðlæti sem er og afgangar eru ekki vandamál heldur stór kostur því þá má nota í pasta, á samlokur og bara allt mögulegt. Hér eru leiðbeiningar frá mömmu um hvernig á að elda skinkuna. Lesa meira

Hamborgarhryggur

hamborgarhryggurÞegar ég kynntist Silla lærði ég að borða hamborgarhrygg á jólunum. Kristján Rafn útvegaði mér uppskriftina þegar ég prófaði í fyrsta sinn að elda þennan klassíska hátíðarmat og þessi uppskrift hefur dugað vel síðan. Ég hef reyndar keypt hamborgarhrygginn frá Hagkaupum vegna þess að það er svo þægilegt að elda hann. Ég hef prófað tvær uppskriftir að gljáa og get ekki gert upp á milli þeirra. Lesa meira