Raclette

racletteÉg er lítið fyrir mjög sérhæfðar eldhúsgræjur. Ég á til dæmis djúpsteikingarpott inni í skáp en hef aldrei notað hann síðan tengdamamma gaf mér hann fyrir fimm árum síðan. Ég hef samt einu sinni keypt alvöru græju og það er raclette pannan mín. Hana keypti ég eftir að Henrik Danielsen skákmeistari og góðvinur Silla bauð okkur í raclette veislu á Patreksfirði. Raclette er lítil rafmagnspanna sem sett er á matarborðið og hver matargestur steikir sína eigin máltíð. Öll fjölskyldan mín elskar þessa máltíð sem hægt er að útfæra á ótal vegu.


Í kvöld notaði ég nautahakk og bjó til pínulitla borgara sem við steiktum á pönnunni. Borgararnir voru gómsætir með grænmetisblöndunum sem hver og einn blandaði fyrir sig. Ég hafði soðið maísstöngla með sem kom 
sér vel því það tók dálítinn tíma fyrir borgarana að steikjast í gegn þótt þeir væru litlir. Lesa meira

Auglýsingar

Ostastangir

ostastangirHefur þú prófað heimagerðar ostastangir? Það hef ég og hér er uppskriftin frá mömmu.

Þetta kex er í sama flokki og heimagert hafrakex. Þetta er gott úr búðinni en ennþá betra þegar einhver sem maður þekkir hefur nostrað við það.

Berðu kexið fram með góðum drykk, ostum á bakka og kannski góðri salsa. Lesa meira

Ostasósa með hvers kyns kjöti

osturIngveldur mágkona mín kann að gera dásamlegar sósur úr ostum. Ég hef reynt að læra af henni með því að fylgjast með henni í eldhúsinu en það hefur tekið mig langan tíma að skilja galdurinn. Þegar ég var að elda lambalærisneiðar í dag fyrir svanga stráka sem nenntu ekki að bíða lengi eftir matnum þá datt mér í hug að reyna við ostana og það gekk svona ljómandi vel. Ég notaði afganga úr ísskápnum og soð af kjötinu og úr varð bragðmikil sósa sem lífgaði upp á lambið. Lesa meira

Ostur í sætri sósu

Baked Brie with Honey and AlmondsInnbakaður camembert er klassískur réttur. Bráðnaður osturinn með sætri sósu er ljúfengur réttur. Stundum er þetta notað sem eftirréttur en sjálfri finnst mér þessi matur standa best einn og sér sem smáréttur eða hreinlega sjálfstæð máltíð.

Tilbrigði við innbakaða camembertinn eru svo réttir þar sem hvítmygluostur er bakaður með sultu af einhverju tagi – oft er hnetum hellt með í kaupbæti. Hér eru gefnar þrjár uppskriftir. Namm. Lesa meira

Banitsa

banitsaBanitsa er búlgarskur ostaréttur. Búlgarir nota filo deig til að útbúa þennan rétt og ýmsa fleiri dásamlega rétti, salta og sæta. Hér er fyllingin ostur og egg og útkoman er góður smáréttur eða matarmikið meðlæti.

Ég gaf Írisi Evrópuferð í fermingargjöf og ferðin hófst í Búlgaríu. Þar lærðum við að banitsa er fyrir Búlgörum svona eins og pylsa í brauði er Íslendingum, góð að grípa í á ferð um bæinn. Lesa meira

Matarmikil parmesan ostakaka

parmesan-cakeÞetta er sölt ostakaka sem gott er að bera á borð í saumaklúbbi eða annarri slíkri smá-samkundu. Ostakakan myndi svo sem sóma sér vel á veisluborðinu líka.

Ég smakkaði þessa ostaköku fyrst í litlu boði sem Maughn Gregory, uppáhalds kennarinn minn, hélt fyrir bekkinn minn í Montclair þegar ég var að ljúka námstíma mínum þar. Maughn var reyndar ekki mikill kokkur sjálfur en maðurinn hans, Troy, hafði eldað kökuna fyrir okkur. Lesa meira

Quesadilla

quesadillaHér eru nokkrar hrikalega girnilegar uppskriftir að mexíkönskum samlokum. Ég fann þessar útgáfur í blaðinu Birtu, mig minnir að kokkurinn hafi verið Halla Bára Gestsdóttir. Einfaldast er að baka þær í ofni en ef þið viljið hafa samlokurnar sérlega djúsí þá skulið þið steikja þær upp úr örlítilli, bragðgóðri olíu. Svo má halda áfram að prófa áleggstegundir. Ég hef til dæmis gert góðar máltíðir með því að setja afganga inn í Quesadillur.

Ef þú vilt baka brauðið sjálfur og hafa þetta ofurhollt þá getur þú prófað uppskrift frá Heilshugar. Lesa meira