Kjúklingapasta með gremolatta

gremolattaHvað er gremolatta? Ég vissi það ekki heldur þegar ég ákvað að prófa uppskrift eftir Nönnu Rögnvaldardóttur sem ég fann í gömlum bæklingi frá Holta kjúklingi. En nú veit ég að gremolatta er kryddblanda og gefur bæði pasta og kjúkling alveg nýjan keim. Ferskri steinselju, hvítlauk og rifnu hýði af sítrónu er blandað samana og dreift yfir matinn áður en hann er borinn fram. Þetta er bæði fallegt og ljúffeng viðbót við venjulega tómat-pastasósu.

Lesa meira

Kjúklingalasagna

lasagnaHér í Eskihlíðinni eru mjög skiptar skoðanir á því hvort lasagna sé góður matur. Silli veit fátt betra en Sólon finnst lasagna dagar kvöl og pína. Ég hef ekki verið með flóknar uppskriftir í gangi við eldamennskuna: lasagnaplötur, steikt hakk, tómatsósa úr dós og ostur – þetta hefur lukkast vel ef sósan er nógu mikil til að gera réttinn svolítið djúsí. Mig hefur lengi langað að elda kjúklingalasagna en ekki treyst mér til án uppskriftar. Svo leit ég við í Eldhússögurnar í gær og auðvitað var þar einföld og frábærlega góð uppskrift sem ég mæli hér með. Ég þurfti að aðlaga mig því ísskápurinn var orðinn tómur í vikulokin og mjólkin búin. Hins vegar voru til rjómaleyfar og því breytti ég uppskriftinni að ostasósunni til að nýta það sem var til í ísskápnum. Lesa meira

Lasagna

lasagnaÍris á vinkonu sem heitir Andrea og Andrea á mömmu sem er kölluð Begga. Hér er uppskriftin hennar Beggu að Lasagna.

Sjálf nenni ég sjaldan að búa til sósur frá grunni, kaupi bara góða rauða sósu, einhverja hvíta í krukkur og raða þessu til skiptis: steikt hakk, lasagna plötur, rauð sósa, hvít sósa, steikt hakk… Lesa meira

Yunnan núðlur

nudlurHér eru núðlurnar hennar Lan Cao – eða réttara sagt tilraun til að líkja eftir núðlum mágkonu minnar. Hún hefur einstakt lag á kryddum og alltaf þegar ég elda réttina hennar þá verða þeir mildari og hversdagslegri. En ég skora á ykkur að fara í austurlenska sérvöruverslun og finna ykkur soja sósur og sojabaunir og annað sem þið hafið aldrei prófað og sjá hvað gerist. Lesa meira

Spaghettí með kjúklingi og grænmeti

chicken-spaghettiÉg lærði ýmislegt um eldamennsku þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Uppskriftina hér að neðan fékk ég senda í pósti með tilboði um að gerast áskrifandi að klúbbnum Easy Everyday Cooking. Ég keypti aldrei áskriftina en hef oft eldað þennan góða pastarétt.

Takið eftir því að kryddblandan í þessum rétti er basil, hvítlaukur og kjúklingasoð. Þetta er alveg pottþétt blanda með kjúklingi. Þegar ekkert er til í húsinu þá getur þú búið til ljómandi góðan mat úr kjúklingi og þessu kryddi – það skiptir litlu sem engu máli hvað er borið fram með kjötinu, allt gengur upp. Lesa meira