Koparreynihlaup

berÍ garðinum mínum eru nokkrar gerðir af reynitrjám, þar á meðal tvær koparreyniplöntur. Þær eru skemmtilega ólíkar, önnur stór  og glæsileg en hin lítil og viðkvæm. Báðar bera þær mikinn ávöxt á hverju haust og Gurrý í garðinum kenndi mér frábæra leið til að nýta þessi matarmiklu ber. Lesa meira

Auglýsingar

Skyrterta með súkkulaði og berjum

SkyrtertaÍ dag átti ég margar dósir af vanilluskyri sem voru komnar á síðasta söludag. Drengirnir hafa ekki lyst á svona skyri og eiginmaðurinn borðar ekki skyrtertur – hvað er þá til ráða? Eftir smá rannsókn á skyrtertum á netinu ákvað ég að búa til mína eigin uppskrift og hafa hana þannig að strákarnir hlytu að horfa framhjá þeirri staðreynd að þetta væri skyrterta. Á mínu heimili getur það gerst ef maður setur nóg af súkkulaði og berjum út í það sem á að borða. Grunninn fékk ég hjá Evu Laufeyju Kjaran en ég tók út allt sem mig grunaði að gæta fælt strákana frá. Afraksturinn var sannkölluð veisluterta og við nutum hennar í tilefni sjómannadagsins. Lesa meira

Sumarleyfis snúðar

bullarNú er ég loksins að komast í sumarleyfis stemningu, það tók ansi langan tíma þetta árið. Í dag notuðum við strákarnir frítímann til að baka snúða. Deigið var þríhnoðað því allir urðu að fá að taka þátt. Það er gott fyrir gerdeig að hnoða það vel því þannig er líklegra að gerinn vinni vel og brauðið verði mjúkt og gott. Við notuðum uppskriftina að smábrauðum Sollu stirðu, það er uppskrift sem bregst aldrei. Svo fylltum við eina lengju með kanilsykri og marsípan og aðra með sykri, salthnetum og súkkulaðirúsínum sem fundust uppi í skáp. Það voru svo snúðar í kvöldmatinn. Lesa meira

Fljótlagað súkkulaðifrauð

sukkuladifraudNigella Lawson er snillingur og ég get ekki kallað búrið mitt almennilegt Binnubúr nema í því sé súkkulaðiuppskrift frá henni. Hér eru súkkulaðifrauðið hennar. Ég lofa því ekki að þetta heppnist jafn vel og Nigella lofar en kremið er svo bragðgott að það skiptir ekki máli. Ef þetta stífnar ekki almennilega þá sekkur súkkulaðið og rjómafroða leggst ofan á. En það er samt alveg jafn dásamlega bragðgott : ) Á ekki að vera erfitt að búa til mousse? Lesa meira

Ís

isMamma á gamla uppskrift að ís sem er þessi dæmigerði heimalagaði ís, dálítið dökkur af púðursykrinum og með grófum ískristöllum sem er svo skemmtilegt að bræða á tungunni.

Hér er uppskriftin. Það má laga hana að nútímalegum óskum t.d. með því að bæta í toblerone eða lakkrískurli. Lesa meira

Áramóta ábætir

new-year-drinkFyrir nokkrum árum gaf marsipan gerðin Odense út bæklinginn Odense jólafreistingar með uppskriftum að konfekti og öðru góðgæti. Þetta sama ár var ég í konfekt gerðarstuði og prófaði nokkrar uppskriftir úr bæklingnum. Þær voru allar ljúffengar.

Hér er ein af þessum uppskriftum, glæsilegur eftirréttur sem þarf tíma til að búa til en skreytir veisluborðið og gleður gestina. Lesa meira